Skólinn

Brekkuskóli Akureyri
v/Skólastíg
600 Akureyri
Sími: 414-7900

Skólastjóri er Jóhanna María Agnarsdóttir
Deildarstjóri 1. - 5. bekkjar og staðgengill skólastjóra Sigríður Magnúsdóttir
Deildarstjóri 6. - 10. bekkjar Aðalheiður Bragadóttir

Móttaka og ritari skrifstofu: Steingerður Zóphaníasdóttir skólaritari
Umsjón með skólahúsnæði og útleiga á sal:  Þengill Stefán Stefánsson
Skólahúsnæði og skrifstofa skólans er opin frá kl.07:40 og lokar kl.16.00 alla skóla- og starfsdaga.

Vefsíða: http://www.brekkuskoli.is
Netfang: brekkuskoli@akureyri.is

Ritstjórar vefsíðu eru skólastjórnendur.

Nemendur skólaárið 2023-2024 eru um 450 og starfsmenn eru um 80.

Skipan árganga innan húsnæðis Brekkuskóla er á þá leið að á neðstu hæð eru heimastofur 1., 2., 3. og 4. bekkjar, á annarri hæð er 5. og 6. bekkur og á efstu hæðinni eru 7.-8. bekkur og 9. - 10. bekkur.  Skólavistun er á neðstu hæð skólans. Listgreinastofur bókasafn, salur, setustofa nemenda, mötuneyti, tónmenntastofa og kennslueldhús eru á miðhæð og tölvuver við hlið bókasafns.  Í stjórnunarálmu er móttaka og afgreiðsla skólans, skrifstofur og starfsmannaaðstaða. Íþróttakennsla nemenda fer fram í Íþróttahöllinni.  Sundkennsla fer öll fram í sundlaug Akureyrar sem er í næsta húsi. Nemendum í 1. - 2. bekk er kennt í innilaug. Nemendum í 3. - 4. bekk gefst kostur á að vera annað hvort í inni- eða útilaug.

Helstu gönguleiðir að Brekkuskóla

Inngangar
1.og 2. bekkur notar inngang C á neðstu hæð suð/vestan megin í aðalbyggingur

3., 4., 5., 6.,  og 7. bekkur notar inngang B norðan megin í aðalbyggingu.
8.,9. og 10. bekkur notar inngang A við matsal sem um leið er aðalinngangur skólans.

Umsjón með húsnæði Brekkuksóla:
Þengill Stefán Stefánsson er umsjónarmaður skólahúsnæðisins og hafa þarf samband við hann ef kennarar, nemendur eða foreldrar vilja nota einhver rými í skólanum. Vert er að minna á að vera tímanlega í slíku skipulagi.

Brekkuskóli var stofnaður árið 1997 með sameiningu Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Skólinn starfaði í 2-3 byggingum fram að hausti 2005 en þá var komið að þeim tímamótum skólastafið gat farið fram í nýju skólahúsnæði.