Mat á skólastarfi

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á sjálfsmat að:

  • vera leið til þess að vinna kerfisbundið að gæðum og umbótum
  • vera leið til þess að miðla þekkingu og upplýsingum um skólastarf
  • innihalda stefnu og markmið skóla, leiðir til að ná þeim greina sterkar og veikar hliðar og áætlun um úrbætur
  • hafa þann megintilgang að auðvelda vinnu að framgangi markmiða, meta hvort markmiðum sé náð, endurskoða þau og stuðla að umbótum

Við Brekkuskóla er starfsfólk að feta sig áfram í að nota Gæðagreinir við sjálfsmat skóla. EfniðGæðagreinir er þýtt úr skosku sjálfsmatskerfi sem kallas "How Good is Our School?" Matstækið samanstendur af sjö lykilþáttum sem innihalda 33 gæðagreina sem hver um sig hefur eitt til fimm þemu.

Gæðagreinar eru hjálpartæki skóla til að svara spurningunum:

  • hvernig stöndum við okkur?
  • hvernig vitum við það?
  • hvað gerum við næst?

Með Gæðagreini getur skólinn skimað stöðuna annað hvort í heild eða tekið ákveðna lykilþætti fyrir. Skólar geta ákveðið hverjir meta í hverju tilviki, kennarar og annað starfsfólk skóla, foreldrar, nemendur allt eftir því sem við á. Þessi skimun er síðan grunnur að nánari athugun á stöðunni.

Gæðagreinir hefur þegar verið notaður fyrir árshátið skólans, sem var fyrsta verkefnið sem prófað var með greininum, en einnig hefur Starfsánægja og Efling starfsmanna og samvinna verið metinn.

Lokið:

  • 11.8 Um árshátíð - Metið árlega síðan árið 2010
  • 3.1 Starfsánægja - 2011
  • 9.3 Efling starfsmanna og samvinna árið - 2012

Framkvæmdaáætlun um Gæðagreini

Annað sjálfsmat:

Matsgögn og skýrslur