Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla 2011

Haldinn í Brekkuskóla 19/09/2011 kl: 20:00

Mættir af stjórn: Magni R. Magnússon formaður (MRM), Árni Jón Erlendsson (ÁJE), Sigmundur Kr. Magnússon, gjaldkeri, Drífa Þórarinsdóttir, ritari (DÞ), Agla María Jósepsdóttir (AMJ), Hafdís Bjarnadóttir, varaformaður (HB).

Fjarverandi: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (FJS).

Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri mætti fyrir hönd stjórnenda Brekkuskóla.  Auk hennar mættu 10 foreldrar barna í Brekkuskóla en nemendur erus 476 talsins, sem gerir innan við 1% mætingu foreldra í Brekkuskóla. Kristján Magnússon, sálfræðingur, var gestafyrirlesari.

  1. Kristján Magnússon, sálfræðingur flutti erindi um samskipti foreldra og barna.
  2. Skýrsla stjórnar foreldrafélagsins flutt af MRM.
  3. Reikningar foreldrafélgsins lagðir fram af SKM.  Þeir samþykktir.
  4. Tillaga að breytingu á Lögum foreldrafélagsins. Hún samþykkt.
  5. Kosning nýrrar stjórnar.  Tveir aðilar ganga úr stjórn, DÞ og ÁJE.  Nýjir aðilar sem gáfu kost á sér í stjórn eru Þórunn Á Garðarsdóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Heiðrún Jóhannsdóttir, Þórarinn Stefánsson, Johann Gunnarsson og Bergljót Þrastardóttir. Í stjórninni sitja þá 11 fulltrúar foreldra sem mun funda einus inn í mánuði þetta skólaárið. Fundartími verður auglýstur síðar.
  6. Bergþóra Þórhallsdóttir flutti stutt erindi og óskaði að lokum eftir foreldrum í skólaráð. Drífa Þórarinsdóttir bauð sig fram og einnig Þórarinn Stefánsson en hann mun verða tengiliður foreldrafélagsins og skólaráðs.

Fleiri mál ekki rædd.

Fundargerð ritaðaði Drífa Þórarinsdóttir