1. fundur. Ágúst 2010

1. fundur stjórnar Foreldrafélagsins í Brekkuskóla skólaárið 2010-2011.

Haldinn í Brekkuskóla 30/08/2010 kl: 17:30

Mættir:  Magni R. Magnússon formaður (MRM),  Bóthildur Sveinsdóttir gjaldkeri (BS), Drífa Þórarinsdóttir (DÞ) og Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri Brekkuskóla. Gestur fundarins var Guðmundur Jónsson skjúkraþjálfari.

1). Guðmundur kynnti verkefnið Hreyfistrætó fyrir viðstöddum og var í kjölfarið ákveðið að kanna áhuga foreldra barna í 1 og 2 bekk. Ákveðið var að foreldrafélagið gerði áætlun um hverngi mögulegt væri að vinna verkefnið, kynna það síðan fyrir foreldrum og kanna áhuga þeirra. Ef áhugi er til staðar verður óskað eftir að minnsta fimm foreldrum í vinnuhóp til að ljúka áætlanagerð ogvinnuskipulagi. Ákveðið að leggja af stað með 6 vikna tilraunaverkefni.

Fundi slitið 18:30.

                                                      Fundargerð ritaði Drífa Þórarinsdóttir.