2. fundur. september 2010

 

 2.  fundur stjórnar Foreldrafélagsins í Brekkuskóla skólaárið 2010-2011.

Haldinn í Brekkuskóla 13/09/2010 kl: 17:30

 

Mættir:  Magni R. Magnússon formaður (MRM),  Bóthildur Sveinsdóttir gjaldkeri (BS), Drífa Þórarinsdóttir (DÞ), Agla María Jósepsdóttir (AMJ), Sigmundur Kr. Magnússon (SKM), Árni Jón Erlendsson (ÁJE),  Hafdís Bjarnadóttir (HM).

Fjarverandi: Valdís Jónsdóttir (VJ) og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (FJS).

1.  Skipað í hlutverk: Magni formaður, Hafdís Varafaromaður, Sigmundur gjaldkeri og Drífa ritari.

2.   Drífa greindi frá kynningu á Hreyfistrætó þar sem hún og Guðmundur Jónsson sjúkraþjálfari kynntu verkefnið fyrir foreldrum barna í 1 og 2 bekk og könnuðu hug foreldra. Áhugi var fyrir verkefninu og skráðu margir foreldrar sig á lista því til staðfestingar. Fimm foreldrar buðu sig fram í undirbúningsnefnd og verður fundur með þeim haldinn klukkan 18:00 mánudaginn 20. september. Foreldrafélagið mun þá leggja fram undirbúningsvinnu sína og munu þessir fimm foreldrar ljúka við að skipuleggja undirbúning og framkvæmd verkefnis. Gumundur Jónsson sjúkraþjálfari og foreldrafélagið munu styðja við bakið á þessum foreldrum ef þörf er á.

3.   Skápar skoðaðir sem settir voru upp fyrir elstu nemendur Brekkuskóla. Áætluð upphæð frá foreldrafélaginu í verkefnið er um 300.000 krónur og verður það fastsett síðar.

             Fundi slitið 18:30.

                                                      Fundargerð ritaði Drífa Þórarinsdóttir