Mars 2010

8.     fundur stjórnar Foreldrafélagsins í Brekkuskóla skólaárið 2009-2010.

Haldinn í Brekkuskóla 22/03/2010 kl: 20:00

Mættir: Gísli Einar Árnason ritari (GEÁ), Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (FJS), Ester Jónasdóttir (ES), Magni R. Magnússon formaður (MRM), Árni Jón Erlendsson (ÁJE)

Fjarverandi: Bóthildur Sveinsdóttir gjaldkeri (BS), Drífa Þórarinsdóttir (DÞ), Valdís Jónsdóttir (VJ)

1.      MRM kynnir umræðufund á vegum Samtaka um tölvunotkun barna sem fram fer í sal Brekkuskóla 24/03/2010.  Foreldrafélag Brekkuskóla sér um kaffiveitingar og að græja salinn.

Í kjölfarið spunnust umræður innan stjórnar um netöryggismál í Brekkuskóla.  ÁJE talar um að gott væri ef netstjóri skólans (ÁJE) gæti lokað á óæskilegar síður sjálfur. Það er hinsvegar nokkuð þungt í vöfum þar sem Brekkuskóli er inni á neti Akureyrarbæjar.  Úrlausn er í vinnslu.

2.      Boð hefur borist frá Leikfélagi MA um að sýna leikritið um Karíus og Baktus fyrir yngsta stig Brekkuskóla.  Samþykkt af stjórn.  Kostnaður kr. 25 þús.  ÁJE tekur að sér að koma þessu í farveg.

3.      Umsókn um styrk til skákliðs Brekkuskóla hefur borist foreldrafélaginu.  Þetta er 4-5 manna lið skipað drengjum úr Brekkuskóla sem unnu sveitakeppni barnaskólasveita á  Akureyri og nágrennis og þar með rétt til að tefla á Íslandsmóti barnaskólasveita 2010 í Reykjavík þann 21. mars 2010.  Ákveðið er að styrkja hvern keppanda um 5.000 kr.

4.      Umræður um Rýmið.  Umgengni um tæki hefur ekki verið góð og skemmdir unnar á þythokký borði, fótboltaspili og billjard kjuðum og kúlum.  Unglingarnir sjálfir eru ábyrgir fyrir umgengni í Rýminu.

Fleiri mál ekki rædd.

Næsti fundur stjórnar áætlaður 12/04/2010, kl: 17:30.

Fundi slitið kl 21:15.

Fundargerð ritaði GEÁ