Desember 2009

6.     fundur stjórnar Foreldrafélagsins í Brekkuskóla skólaárið 2009-2010.

Haldinn í Brekkuskóla 07/12/2009 kl: 17:30

Mættir: Gísli Einar Árnason ritari (GEÁ), Bóthildur Sveinsdóttir gjaldkeri (BS), Drífa Þórarinsdóttir (DÞ), Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (FJS), Árni Jón Erlendsson (ÁJE), Ester Jónasdóttir (ES).  Gestur: Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri

Fjarverandi: Valdís Jónsdóttir (VJ), Magni R. Magnússon formaður (MRM)

1.      Rýmið fyrir unglingastigið skoðað.  Skólinn hefur keypt tvo sófa, púða og mottu.  Stjórn foreldrafélagsins leitaði eftir tilboðum í þythokkýborð, billiardborð og fótboltaspil til að afhenda Rýminu.  Ákveðið að taka tilboði að upphæð 170 þús kr. + flutningskostnaður.  ÁJE settur í að panta þetta.

2.      Rætt um kaup á myndavélum fyrir skólann.  Ósk hefur komið frá skólanum um endurnýjun á myndavélum þeim sem nemendur nota í vetvangsferðir og öðru námi.  Þær fáu sem til eru eru orðnar gamlar og lélegar og er ekki hægt að ætlast til þess að nemendur komi með eigin myndavélar, sem þó hefur oft orðið raunin á.  MRM hefur leitað tilboða og fengið hagstætt tilboð frá Ormsson upp á 21 þús kr. (með minniskorti) fyrir hverja myndavél. 

Ákveðið er að kaupa fimm myndavélar og færa skólanum að gjöf.

3.      Jóhanna skólastjóri ræðir um að til standi að halda námskeið/kynningu á uppbyggingarstefnunni fyrir foreldra.  Í stað eins eða tveggja kvöldfunda er vilji til þess hjá skólayfirvöldum að bjóða upp á marga kynningarfundi á þremur mismunandi tímum dagsins svo að sem flestir geti mætt.  Rætt er um að hafa einn fund að morgni, annan eftir hádegi og þann þriðja að kvöldi.  Þetta væri gert í þrjá daga.  Af svona viðamikilli kynningu fellur til nokkur auka kostnaður og spyr Jóhanna hvort vilji er til innan foreldrafélagsins að taka þátt í að greiða hann.

Rætt innan stjórnar.  Stjórnin tekur þá ákvörðun að taka ekki þátt í að greiða launakostnað þess er heldur fyrirlesturinn/kynninguna, en kveðst vilja taka þátt í að greiða veitingar á þessum fundum. 

Hugmynd kom upp um að fá 10. bekk til að sjá um veitingar og foreldrafélagið gæti greitt þeim fyrir, eða að 10. bekkur seldi veitingar.

4.      Jóhanna kynnir námskeið í Aston Index (sem er greiningartæki á lesblindu) sem hún hefur áhuga á að senda einn sérkennara á.  Hagur skólans af því að hafa þetta greiningartæki í skólanum (en ekki þurfa að kalla til einhvern frá skóladeild) er að ferlið verður auðveldara þegar greina skal lesblindu á meðal nemenda.  Jóhanna spyr hvort foreldrafélagið hafi áhuga á því að styrkja skólann við að senda sérkennara á slíkt námskeið.  Ekki liggur fyrir kostnaður við námskeiðið.

Umræður innan stjórnar, viljum vita kostnað áður en ákvörðun er tekin.

5.      Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort námskeið um netöryggi fyrir foreldra og börn verði haldið í skólanum.

6.      Foreldrafélagið er búið að greiða styrk til Reykjafara, kr 1.000 á hvert barn.

7.      Ósk hefur borist frá starfsfólki í vistun/frístund hvort foreldrafélagið hafi bolmagn og vilja til að kaupa rafmagnsboltapumpu fyrir börnin í vistun.  ÁJE skoðar málið.

8.      Önnur mál ekki rædd.

Næsti fundur stjórnar áætlaður 4. janúar kl 17:30.

Fundi slitið kl 18:45.

Fundargerð ritaði GEÁ