Júní 2009

 

1.     fundur nýrrar stjórnar Foreldrafélagsins í Brekkuskóla, ásamt gömlu stjórninni.

Haldinn í Brekkuskóla 02/06/2009 kl: 20:00

 

Mættir:  Magni R. Magnússon (MRM), Árni Jón Erlendsson (ÁJE), Gísli Einar Árnason (GEÁ), Kristín Björnsdóttir (KB), Bóthildur Sveinsdóttir (BS) – ekki náðist að boða alla nýja meðlimi sem kosnir voru á nýliðnum aðalfundi (Drífa Þórarinsdóttir og Valdís Jónsdóttir)

 

1)      Kosið í embætti  nýrrar stjórnar.  MRM býður sig fram til formanns, það er samþykkt.  BS gefur kost á sér að sitja áfram sem gjaldkeri.  GEÁ tekur að sér að vera ritari.

 

2)      Umræður um verkefni komandi vetrar:

a.      “Rýmið” fyrir unglingastigið – nefnd var skipuð innan skólans til að fjalla um, skipuleggja og framkvæma uppbygginu á “Rýminu”.  Nefndin er m.a. skipuð fulltrúa úr foreldrafélaginu, skólastjórnendum, og fulltrúm nemenda.  Fráfarandi stjórn foreldrafélagsins var búinn að samþykkja að leggja kr. 200.000 í verkefnið.

b.      Foreldrafulltrúa handbókin – Harpa fyrrverandi formaður hefur unnið að uppfærslu á henni.

 

3)      MRM kynnti hugmyndir að “hagkerfi” innan skólans sem nemendur gætu staðið að.  Felst í því að nemendur, með fulltingi skólans og hjálp foreldrafélagsins, rækta grænmeti, tína ber og verða sér úti um fisk og kjöt.  Krakkarnir gætu svo unnið úr hráefninu í heimilsfræði kennslustundum, tekið með heim en einnig lagt til mötuneytis skólans.  Með þessum hætti mundu nemendur kynnast vinnslu matvæla og skólinn hugsanlega spara við innkaup til mötuneytis.

Hugmyndin hefur verið rædd við skólastjórnendur sem tóku vel í hugmyndina. 

Hlutverk foreldrafélagsins fælist í að skipuleggja foreldrastarfið í kringum þetta; fara með börnum í berjaferðir t.d. og vera innan handar við “matvælaframleiðsluna”.

Mikilvægt að fá breiðan hóp foreldra til að vinna með þessu verkefni.

 

Ákveðið að hittast næst fyrir upphaf næsta skólaárs, þann 17. ágúst 2009, í Brekkuskóla.

Fundi slitið kl 21: 00

 

Fundargerð ritaði GEÁ