Október 2009

 

4.     fundur stjórnar Foreldrafélagsins í Brekkuskóla skólaárið 2009-2010.

Haldinn í Brekkuskóla 05/10/2009 kl: 17:30

Mættir:  Magni R. Magnússon formaður (MRM), Gísli Einar Árnason ritari (GEÁ), Bóthildur Sveinsdóttir gjaldkeri (BS), Drífa Þórarinsdóttir (DÞ), Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (FJS)

Fjarverandi: Árni Jón Erlendsson (ÁJE), Ester Jónasdóttir (ES), Valdís Jónsdóttir (VJ)

 

1.      MRM segir frá fyrirhugaðri ferð 4. bekkjar á Kiðagil.  Skólinn tekur ekki neinn þátt í kostnaði við ferðina og hefur því slegið hana af af sinni hálfu.  MRM talar fyrir því að foreldrar taki ferðina að sér og hefur hug á að fara með þá hugmynd á næsta fund hjá árganginum.  Foreldrafélagið setur sig ekki á móti því.

2.      Ósk barst frá KEA um að fá að gefa börnum í 1-5. bekk buff (höfuðklút).  Stjórnin er ekki mótfallin því.

3.      Umræður um mat og mötuneyti skólans. MRM bendir á að stök máltíð í mötuneyti Brekkuskóla er 15 kr dýrari en starfsmenn Ráðhúss Akureyrar borga fyrir hádegismat í mötuneyti Ráðhússins.  Kom til umræðu vegna fréttar á RÚV þar sem þetta koma fram.

Stjórn foreldrafélagsins lýsir mikilli undrun sinni á þessum verðmun, ef satt reynist.

4.      Fulltrúi stjórnar foreldrafélags Brekkuskóla í Samtaka útnefndur MRM.

5.      Rætt um Vini Brekkuskóla.  BS segir að enn séu að berast greiðslur frá fyrra ári.  Ákveðið að greiðlsuseðlar verði sendir út um miðjan október mánuð.

6.      Fundur stjórnar með bekkjarfulltrúum ákveðinn mánudaginn 19. október kl. 20.  MRM falið að komast að því hvernig hann hefur vanalega verið boðaður.

 

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur stjórnar áætlaður 2. nóvember kl 17:30.

Fundi slitið kl 18:45.

 

 

Fundargerð ritaði GEÁ