Maí 2010

10. fundur stjórnar Foreldrafélagsins í Brekkuskóla skólaárið 2009-2010.

Haldinn í Brekkuskóla 04/05/2010 kl: 18:00

Mættir:  Árni Jón Erlendsson (ÁJE), Bóthildur Sveinsdóttir gjaldkeri (BS), Ester Jónasdóttir (ES), Magni R. Magnússon formaður (MRM) og Drífa Þórarinsdóttir (DÞ).

Fjarverandi: Gísli Einar Árnason ritari (GEÁ), Valdís Jónsdóttir (VJ) og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (FJS)

Mál fundar: Útskriftargjöf 10. bekkinga, styrkur vegn skákmóts nemenda frá Brekkuskóla og Aðalfundur foreldrafélagsins. Önnur mál.

  1. GEÁ fjarverandi. DÞ tók að sér hlutverk ritara.
  2. Samþykkt að festa kaup á útskriftargjöf handa nemendum í 10. bekk. Kostnaður við kaupin eru innan þeirra marka sem foreldrafélagið hefur miðað við undanfarin ár. MRM sér um að panta gjafirnar.
  3. Samþykkt að veita styrk vegna skákmóts nemenda í Brekkuskóla, 5000 krónur á mann, samtals 20.000. Jafnframt ákveðið að setja þyrfti reglur varðandi styrkveitingar á komandi skólaári.
  4. Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 19. maí 2010. Dagskrá fundarins mun verða eitthvað á þessa leið:
  1. Skýrsla stjórnar
  2. Skýrsla gjaldkera
  3. Erindi skólastjórnenda
  4. Erindi vegna verkefnisins – "Gengið saman"
  5. Kosning til stjórnar
  6. Önnur mál - umræður

Frekari undirbúningur fyrir aðalfundinn verður mánudaginn 17. maí klukkan 18:00.

Önnur mál: Ákveðið var að kaupa skemmtun fyrir grilldaginn, við hæfi allra nemenda. BS tók að sér að kanna ákveðinn aðila í verkið :O)

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur áætlaður 17. maí klukkan 18:00.

Fundi slitið  kl 19:00.