September 2009

 

3. fundur stjórnar Foreldrafélagsins í Brekkuskóla skólaárið 2009-2010.

Haldinn í Brekkuskóla 07/09/2009 kl: 17:30

 

Mættir:  Magni R. Magnússon formaður (MRM), Árni Jón Erlendsson (ÁJE), Gísli Einar Árnason ritari (GEÁ), Bóthildur Sveinsdóttir gjaldkeri (BS), Ester Jónasdóttir (ES), Valdís Jónsdóttir (VJ), Drífa Þórarinsdóttir (DÞ) og Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri Brekkuskóla.

Magni situr í stjórn fyrir 4. bekk, Árni Jón fyrir 6. bekk, Ester fyrir 10. bekk, Gísli fyrir 1. og 3. bekk, Valdís fyrir 4. bekk, Drífa fyrir 5. bekk og Bóthildur fyrir 8. og 10. bekk.  Ljóst er að það vantar fulltrúa frá 2., 7. og 9. bekk í stjórn.

 

1)      Bergþóra ræðir um heimasíðu.  Foreldrafélagið á svæði á www.brekkuskoli.is.  Rætt um að setja fundargerðir frá stjórnarfundum inn á vefinn, upplýsingar um stjórn, hvað er á döfinni hjá foreldrafélaginu o.fl. 

GEÁ tekur að sér að setja upp síðuna í samvinnu við Bergþóru og uppfæra fréttir á henni.

Foreldrafulltrúa handbókinni verður dreift til 1. bekkinga, en verður á heimasvæði foreldrafélagsins fyrir aðra foreldra.

 

2)      Ákveðið að senda út greiðsluseðla fyrir Vini Brekkuskóla í október.  Foreldrum er frjálst að greiða þá.

 

3)      ÁJE talar um fyrirkomulag á “Rýminu” fyrir unglingastigið.  Málin eru að þróast og er rýmið að taka á sig mynd.  Foreldrafélagið á fjármagn sem það er tilbúið að setja í þetta, 200 þús kr. eins og ákveðið var af síðustu stjórn.  MRM stingur upp á að hitta fulltrúa nemenda og ræða um “Rýmið”, umgengni o.þ.h.

 

4)      Ákveðið að halda sama fundartíma og áður, fyrsti mánudagur í hverjum mánuði kl. 17:30.  Fundir eru boðaðir af formanni.

 

5)      Önnur mál:

 

a.      Bergþóra talar um SAFT.is og telur þörf á að foreldrafélagið verði virkt í að taka þátt í fræðslu um netöryggi fyrir börn og unglinga Brekkuskóla.  Umræður um hvernig hlutum sé best háttað með netöryggi á tölvum sem koma til með að vera í “Rýminu”.  Hugmynd frá Bergþóru um að setja á þemaviku um netöryggi á vegum skólans.  ÁJE verður tengiliður foreldrafélagsins við skólann þegar þetta fer í gang ef foreldrafélagið getur tekið þátt eða aðstoðað á einhver hátt.  Áhugi innan stjórnar að taka þátt.

 

b.      Umræður um árshátíð veturinn 2010.

 

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur áætlaður 5. október kl 17:30.

Fundi slitið kl 18:30.

Fundargerð ritaði GEÁ