Foreldrafélag Brekkuskóla

Vel rekin og virk foreldrafélög við hvern skóla eru tvímælalaust af hinu góða. Foreldrar hafa þar vettvang til að ræða saman um skólagöngu og almenna velferð barnanna og hvað eina sem varðar uppeldi og menntun.

Þrír hópar mynda skólasamfélagið í hverjum skóla, þ.e. nemendur, starfsfólk skólans og foreldrar. Mikilvægt er að þessir hópar vinni vel saman að mótun þessa samfélags og þeirra umgengnishátta sem eiga að einkenna samskipti innan skólans og utan. Til þess að það gangi vel þarf að ræða reglulega um áherslur og komast að samkomulagi um meginviðmið. Starfsemi foreldrafélaga í grunnskólum er í stöðugri þróun eins og eðlilegt er í síbreytilegum heimi. Við flutning grunnskólans til sveitarfélaga færðist ákvarðanataka í skólamálum nær foreldrum sem undirstrikar þörf fyrir formlegan samstarfsvettvang þeirra.

Verum því með og notum foreldrafélagið til virkra skoðanaskipta, börnunum og skólanum til heilla.