1. fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2015-2016

Mætt: Agla, Ragnheiður, Hafdís,Þorvaldur og Bergljót Framundan er aðalfundur sem að öllum líkindum verður haldinn þriðjudaginn 6. október daginn eftir alþjóðalegan dag kennara (Kaffibrauð handa þeim) Ragnheiður Lilja, sérfræðingur hjá Skólaþróunarsviði HA (í byrendalæsi) verður með erindi á aðalfundinum og nemendur í 7.bekk selja vöfflur og kaffi (fjáröflun). Begga mun: panta salinn, hafa samband við kennara í 7.bekk vegna veitinga, kalla eftir bekkjarfulltrúum í hverjum árgangi vegna foreldrasáttmálans, athuga hvort nemendur vilja búa til vöffludeig eða hvort við kaupum pakkadeig eins og í fyrra (Skoða magn)

Töluverð umræða var meðal foreldra eftir síðustu skólaslit, sem voru ekki auglýst nægilega vel þ.e. skipulag í hverjum bekk og einnig um þá ákvörðun skólans að afhenda nemendum ekki vitnsburð/einkunna spjöld. Óánægja með þessa þætti. Nauðsynlegt er að skólastjórnendur rökstyðji þessar ákvarðanir. Einnig spannst umræða um Mentor en það virðist vera galli á kerfinu þar sem ekki hægt að prenta út einkunnir á einu einkunnaspjaldi

Á fyrsta fundi eftir aðalfund verður farið nánar í starfsáætlun vetrarins en gott að vita sem fyrst hvort þið ætlið að vera virk í stjórninni í vetur. Æskilegt er, ef einhverjir sjá sér ekki fært að mæta á fundi í vetur, að finna nýja stjórnarmeðlimi fyrir aðalfundinn, þannig að fólk hiki síður við að koma á fundinn af hræðslu við að verða sett í stjórnina;)