1. fundur nýrrar stjórnar foreldrafélags Brekkuskóla 2015-2016

Brekkuskóli 2. nóvember kl.19.30 – 20.45Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Inga Berglind Birgisdóttir , Þóroddur Bjarnason, Þorvaldur Þorvaldsson, Jóhann Gunnarsson , Magni Ásgeirsson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Kristjana Hreiðarsdóttir og Bergljót ÞrastardóttirÞessi fundur er fyrsti fundur nýrrar stjórnar. Eftirfarandi fulltrúar voru kosnir í hin ýmsu embætti:Kristjana Hreiðarsdóttir– gjaldkeriInga Berglind Birgisdóttir – ritariJóhann Gunnarsson – fulltrúi félagsins í SamtakaBergljót Þrastardóttir – formaðurHafdís Bjarnadóttir – varaformaðurAllir fulltrúar kynntu sig í upphafi fundar, börn sín og í hvaða árgöngum þau eru.Farið var yfir reikninga sem hafa borist á síðustu vikum t.d. vegna Henson íþróttatreyja, leiksýningar fyrir unglingastigið um ævi Hallgríms Péturssonar og fyrirlestrar á aðalfundiRætt var um foreldrasáttmála Heimilis og skóla og ákveðið að setja hann til hliðar og ræða við skólastjórnendur um hvort skólinn geti nýtt hann í sérstökum foreldrasamstarfs verkefnum í nokkrum árgöngum. Sú hugmynd kom einnig fram að nýta efni úr foreldrasáttmálanum sem talin eru til þess fallin að hvetja til samstarfs foreldra.Fyrra viðfangsefnið snýr að virðingu fyrir margbreytileika í hópi nemenda og hitt síðara er um hvatningu til náms. Rætt var um mikilvægi þess að vita meira um nýbúa í hópi nemenda og hvernig þeim og þeirra foreldrum vegnar með tilliti til skólastarfsins og tómstundaiðju. Einnig var rætt um möguleika til að skapa lestrarhvetjandi umhverfi í skólanum og ýmsar hugmyndir viðraðar eins og bókagjafir og bókasöfnun, en bækur ættu að vera sýnlegar og nýttar á hinum ýmsu stöðum í skólanum.Aðgengi að skólanum var rætt, lýsing og umferð á bílaplani austan við Íþróttahöll, endurskinsmerki fyrir nemendur og um nauðsyn þess að flutningabílar með vörur séu ekki að koma með vörur í skólann þegar börn eru að mæta í skólann, setja þarf ákveðin tímamörk í þessu sambandi t.d. að í hálftíma fyrir og eftir skólabyrjun séu þessir bílar ekki á svæðinu.Rætt um hljóðvist og fjölda nemenda á sama tíma í sal íþróttahallarinnar í tengslum við ályktun stjórnar vegna íþróttamála og ákveðið að bjóða fulltrúum bæjarins og íþróttahallarinnar á næsta stjórnarfund. Þann 3. nóvember fer fram mæling á hljóðvist í íþróttahöllinni.Fundi slitið