2. fundur stjórnar foreldrafélags Brekkuskóla 2015-2016

Mætt: Hafdís, Kristjana, Jóhann, Magni, Þóroddur, Þorvaldur og Bergljót

 Rætt um mögulegan fund með fræðslustjóra og öðrum þeim sem koma að íþróttamálum skólans

 Á síðasta fundi var ákveðið að kaupa bækur fyrir nemendur þar sem mikið lestrarátak er í gangi en bókakostur skólans ekki upp á marga fiska. Nemendur fengu að setja fram óskir um bækur og var bóka-óskalisti þeirra ræddur, ákveðið að biðja Sigríði á bókasafninu að færa inn útgáfur og hafa síðan samband við útgáfurnar varðandi afslátt sem allra fyrst.

 Óskað var eftir dönskum skáldsögum fyrir unglinga og þess vegna ákveðið að hafa samband við danska sendiráðið um bókagjafir.

 Rætt var um greiðsluseðil til foreldra upp á 2500 krónur eins og í fyrra og ákveðið að hafa eindaga í mars en ekki í maí eins og áður.

 Rætt um skipulag í kringum skólann, litla birtu, mikla umferð, mokstur í hliðargötum og ákveðið að hafa samband við Tryggva Má Ingvarsson, formann skipulagsnefndar um stöðu mála varðandi deiliskipulag á þessu svæði.  

Kv. Bergljót Þrastardóttir