3. Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014.

 3.Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014.   Þann 2. desember kl. 19:30 í Brekkuskóla.   Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Agla María Jósepsdóttir.     1. Bréf frá Þorgrími Þráinssyni þar sem hann er að bjóða fyrirlestur fyrir börn og svo fyrirlestur fyrir foreldra á eftir. Brekkuskóli og Naustaskóli hafa hug á að hafa fyrirlestur fyrir foreldra saman. Athuga hvort að Lundarskóli og Oddeyrarskóli vilji vera með.   2. Bréf til fræðslustjóra um íþróttamálin: Sendum bréf til fræðslustjóra þar sem við erum að reyna að hafa áhrif á að nemendur í Brekkuskóla þurfi ekki að deila íþróttaaðstöðu með framhaldsskólanemum í íþróttahöllinni.

Búið að ræða aukaíþróttatíma við Jóhönnu skólastjóra. Hún kom með tillögu um að íþróttakennarar komi með hugmyndir fyrir kennarar sem þeir geta svo notað í kennslustofunni eða úti við. Það yrði þá viðbótin en ekki meiri tímar í sal. Þessi hugmynd hefur einnig verið rædd í nemendaráði og þar vildu nemendur ekki fleiri íþróttatíma því ekki líður öllum vel í íþróttum.  Þannig að hugmyndin er að leggja meiri áherslu á hreyfingu en ekki með því að bæta við tíma í töflu heldur fá íþróttakennarana til að koma með hugmyndir fyrir kennarana. 
 
 3. Námskeið fyrir foreldra:  Hugmynd að vera með tölvukennslu fyrir foreldra. Jóhanna skólastjóri tók vel í þá hugmynd og stakk upp á að hægt væri að fá tölvukennara skólans til að vera með opinn tíma fyrir foreldra og kenna grunnatriði t.d. í word og exel. Einnig hugmynd að fá Guðjón Hauks. til að vera með fyrirlestur á sal um vírusvarnir, einnig fyrir foreldra. Rætt um mynd sem heitir „Disconnect“ og er mælt með því að foreldrar og unglingar horfi á hana. Reyna að fá að sýna hana í salnum. Ragnheiður talar við Arnar.  

 4. Rætt um gæslu á balli, hve margir eru frá skólanum, hafa þetta samræmt á vef Samtaka.  
5. Foreldrafulltrúar bekkja:  skjal sem er á netinu þar sem ýmsar upplýsingar um bekkjafulltrúastarfið. Viljum við hafa þetta þarna inni, ef við viljum það þá þarf að uppfæra það og gera það staðlað. 
 Fundi slitið