3. Fundur stjórnar foreldrafélags Brekkuskóla 2015-2016

3. Fundur stjórnar foreldrafélags Brekkuskóla 2015-2016 Brekkuskóli 4. janúar 2016 kl. 20:00-21:00 Mætt á fundinn: Jóhann, Dagbjört, Ragnheiður og Bergljót Rætt um fund skólayfirvalda, skólastjóra og kennara í Brekkuskóla vegna íþróttatíma nemenda.Bergljót sagði frá fundi sem hún sótti vegna ytra mats menntamálaráðuneytisins á skólastarfi í Brekkuskóla síðastliðið haust. Ánægja var með niðurstöður matsins.Rætt var um að hvetja skólasamfélagið til að gefa skólabókasafninu eina bók að heiman til að gera enn betur á þessu sviði.Stjórnin mun senda bréf til foreldra um mikilvægi þess að vera með virkt félagsstarf í árgöngum og hvernig nýta má skólahúsnæðið betur.Rætt um fyrirkomulag funda hjá Samtaka en fulltrúi stjórnar hefur ekki fengið boð um fundartíma.Rætt um forvarnarfræðslu og hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi settar fram. Ein hugmynd að í lok 9. bekkjar færu nemendur í einna náttar ferð t.d. á Hólavatn þar sem áhersla væri á hópefli og forvarnarfræðslu. Einnig rætt um mögulegan fund lögreglu með foreldrum þar sem rætt væri um helstu einkenni vegna vímuefnaneyslu. Fundi slitið.