4. Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014.

Þann 6. janúar kl. 19:30 í Brekkuskóla. Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Agla María Jósepsdóttir, Gísli Einar Árnason og Yngvi Hrafn Pétursson.   1. Fyrirlestur fyrir foreldra með Þorgrími Þráinssyni: Það á eftir að setja dagsetningu en Þorgrímur er hér í kringum 23. janúar. Lundaskóli, Naustaskóli og Brekkuskóli ætla að vera saman með fyrirlestur. Hafa samband við Oddeyraskóla og bjóða honum með. Bergljót ætlar að heyra í Oddeyrarskóla, tala við Vöku í Naustaskóla og finna dagsetningu.

 2. Sigmundur sendi okkur bréf frá Heimili og skóla um hvort þau væru sýnileg fyrir foreldrafélögum. Umræða.

 3. Barningur: þrjú ungmenni með fyrirlestur fyrir 8. og 10. bekk. Barningur er á vegum Gretu forvarnarfulltrúa. (https://www.facebook.com/barningur) Í framhaldinu var umræða um hvort fulltrúi barnanna, þ.e. kennarinn, víkji úr í skólastsofu þegar utanaðkomandi fyrirlesarar eru eða hvort hann er inn í stofunni. Við teljum að kennarinn eigi að vera inn í stofunni til að geta haldið umræðunni áfram, rætt við nemendur ef eitthvað kemur upp og tengt við fyrirlesturinn og til að vita um hvað var rætt. 

4. Bergljót er búin að tala við Guðjón og er hann tilbúinn að vera með tölvufræðslu fyrir foreldra. Finna dagsetningu. 

5. Lýsing á skólaplani og Hamarkotstúni ábótavant. Mætti vera sterkari lýsing þar sem börnin ganga. 

6. Aðrar umræður: 
 • Eru skólahreystigræjur komnar? Enginn reikningur kominn og við höfum ekkert heyrt. Ræddum um lýsingu og fleira í íþróttahöllinni. 
• Foreldrabæklingur á netinu: Taka hann út en setja í staðinn hugmyndabanka um hvað er hægt að gera. 
 • Breyttur fundartími: hafa fundina fyrr á deginum eða annan vikudag? Prófa fimmtudag næst.

 Fundi slitið