4. fundur forledrafélags Brekkuskóla skólaárið 2014-2015

Mánudagur 2. febrúar kl. 19:30 – 20:30. Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Bergljót Þrastardóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir og Agla María Jósepsdóttir. Rætt um: Fyrsta mál var fundurinn í Hofi sem var á vegum SAFT. Mikil ánægja var með góða mætingu á þann fund en þar mættu um 150 manns. Þá var þvi velt upp hvort halda ætti fræðslu frá Advania til streitu. En þar er um að ræða meiri tæknilegar úrlausnir heldur en fram komu á SAFT fundinum svo það var ákveðið að halda slíkt fræðslukvöld.

Þá var rætt um foreldrasáttmálann og það hvort kosta ætti manneskju frá Heimili og skóla norður ef ekki næst svo næg þátttaka. Þá var ákveðið að kanna a.m.k. áhugann áður.

Næsta mál var íþróttatreyjur Brekkuskóla en íþróttakennarar munu sjá um að panta þær og foreldrafélagið mun svo greiða fyrir þær.

Að lokum spunnust umræður um það hvað við getum gert meira fyrir krakkana í skólanum. Spurning hvort leggja ætti meira í vorhátíðina í ár. Einnig hvort við getum keypt meira af búnaði til að nota í frímínútum s.s. bolta eða e-ð slíkt.