6. Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014.

Þann 3. mars kl. 20:00 í Brekkuskóla.  Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, , Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir og Agla María Jósepsdóttir.   1. Guðjón Haukson verður með fyrirlestur fyrir foreldra um netheima, tölvuleiki, staðalmyndir og fleira sem gott er fyrir foreldra og kennara að vita. Fyrirlesturinn verður 18. eða 19. mars og verður auglýstur fljótlega. Hvetjum foreldra á öllum skólastigum að kynna sér þetta áhugaverða efni og mæta á þennan frábæra fyrirlestur.

2. Ljósamálin íþróttahöllinni eru að skýrast en þau eru í farvegi. Snýst semsagt um að fá ljósin kveikt í öllum salnum þegar einn bekkur er í salnum en ekki einungis einu bili. 

3. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri er með sýningu um „Krakkana í Kátugötu“. Kemur í Brekkuskóla og mun vera með sýningu fyrir 1. og 2. bekk. Foreldrafélagið býður upp á þá sýningu. 

4. Skáksveit Brekkuskóla er að fara á Íslandsmót í skák 22.-23. mars n.k. og var að óska eftir styrk upp á kr. 25.000- vegna þátttökugjalda og ferðar. Foreldrafélagið verður við þeirri beiðni.

5. Nú hefur 4. bekkur óskað eftir styrk vegna Kiðagilsferðar, samtals 44.000- og verður foreldrafélagið við þeirri beiðni. 

6. Nú þarf að fara að huga að panta boli fyrir verðandi 1. bekkinga en foreldrafélagið hefur gefið þeim bol á vorgrillinu þar sem þau eru boðin velkomin í skólann. Einnig þarf að fara að huga að því að panta nælur sem foreldrafélagið hefur gefið 10. bekk í útskriftargjöf. 

 7. Umræða um símnotkun og tölvunotkun nemenda.

 Fundi slitið.