7. fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014

Bláa kannan – 3.apríl kl. 19:30  Mætt: Hafdís, Sigmundur, Hrafnhildur, Ragnheiður og Bergljót   Rætt um bekkjarsáttmála Heimilis og skóla og lagt til að kynna hann fyrir foreldrum á námsefniskynningum að hausti 2014.  Farið yfir foreldrasamstarfið í vetur og það foreldraverkefni sem skólinn er að vinna með foreldrum í 1.,5. og 8. bekk og hvernig það hefur gengið að mati foreldra sem hafa tekið þátt í því.


Mæting foreldra á uppákomur sem stjórnin hefur boðið upp á í vetur er ekki góð og rætt um hvað þurfi að gera til að ýta við foreldrum nemenda í skólanum og virkja markvisst þann mannauð sem í foreldrum býr.

 Rætt um þau verkefni sem stjórnin hefur styrkt eða boðið upp á að undanförnu: Fyrirlestur Þorgríms Þráinssonar fyrir foreldra nemenda í 10. bekk, ferð nemenda í 4. bekk að Kiðagili, keppnisferð skákfélags skólans, leiksýning MA fyrir 1. og 2. bekk, forvarnarsýning Pörupilta, Borgarleikhúsinu í Hofi fyrir unglingastigið. 

Næstu verkefni stjórnar: Kaup á bolum fyrir verðandi 1. bekk, nælum fyrir útskriftarnemendur, vorhátíð með öllu tilheyrandi og fræðslukvöld með Guðjóni Haukssyni, kennara úr MA um „netvirkni“ barnanna okkar og þætti sem foreldrar verða að vita og bregðast við til að skapa þeim öruggt umhverfi og leiðsögn. 

Ákveðið að bjóða foreldrum að greiða inn á reikning stjórnar „Vinir Brekkuskóla“ sem er í heimabankanum, send verður út tilkynning í byrjun apríl. 

 Rætt um tölvunámskeið fyrir foreldra í Brekkuskóla og mögulegar leiðir.

 Að lokum var rætt um nauðsyn þess að nemendur og foreldrar viti alltaf ef umsjónarkennarar eru að fara í frí í einhverja daga vegna veikinda, ferðalaga o.fl. þ.e.a.s. þegar breytingar verða á rútínu barnanna í skólanum vegna þessa. 

 Fundi slitið.