7. fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2014-2015

Mánudagurinn 11. maí 2015. Mætt á fundinn: Hafdís, Þorvaldur, Sigmundur, Bergljót og Agla. Rætt var um: Það vantar fulltrúa í samtaka fyrir næsta skólaár. Það er mikill afgangur af bolum síðan í fyrra. Spurning hvort allir fyrstu bekkingar hafi fengið bol eða ekki.

Ákveðið var að panta penna með lógoi Brekkuskóla og áletruninni Brekkuskóli ásamt ártali handa 10. bekk. Lágmarkspöntun er 100 stykki svo ákveðið var að panta fyrir þetta ár og einnig það næsta.

Þá var rætt um afhendingu bolanna. Spurning um að fá núverandi fimmtu bekkinga til að afhenda þá á vorhátíðinni ef þeir koma svo til með að verða vinabekkur fyrsta bekkjar á næsta skólaári.

Einnig var ákveðið að panta skemmtikraft á vorhátíðina.