Aðalfundur 3. október 2019

Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla  03. október 2019 kl. 20:00

 

Mættir voru 15 manns, þar af voru 6 stjórnarmenn.

 

 • Jóhann formaður setur aðalfund og les skýrslu stjórnar – hún var samþykkt.
 • Laufey gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins – þeir voru samþykktir.
 • Kosning stjórnar og eftirtaldir gefa kost á sér:
  • Heiðrún Eiríksdóttir – 1.bekkur
  • Agla María Jósepsdóttir – 2. bekkur
  • Lísbet Reykjalín Elvarsdóttir – 2. bekkur
  • Laufey Árnadóttir – 4.bekkur
  • Drífa Þórarinsdóttir – 5 bekkur
  • Björgvin Smári Jónsson – 6.bekkur (..eða finnur einhvern foreldri úr árganginum)
  • Sigþóra Baldursdóttir – 8.bekkur
  • Jóhann Gunnarsson – 9.bekkur
  • Ásgrímur Hallgrímsson – 10. bekkur og 2. bekkur
  • Endurskoðendur fyrir næsta ár endurkosnir:
   • Védís Birgisdóttir og Gunnar Þórir Björnsson

Fyrirlesturinn; Samfelldur vinnudagur barna sem Hrafnhildur Guðjónsdóttir var með. Mjög áhugaverður fyrirlestur um hugmyndir verkefnastjóra varðandi þessi mál.

 • Önnur mál
  • Foreldri ræddi vöntun á gangbrautar-merkingu á upphækkuninni yfir Hrafnagilsstrætið við Krambúðina. Þar er engin merking né lýsing, einnig er bílum lagt mjög nærri gatnamótum, þannig að það takmarkar útsýnið mjög. Viðkomandi er búinn að hafa samband við bæjarkerfið en lítil svör né viðbrögð.
  • Almennar umræður um öryggismál barna sem ganga í Brekkuskóla. Mörg þurfa að ganga yfir miklar umferðargötur.

Fundi slitið.