Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla

Aðalfundur stjórnar foreldrafélags Brekkuskóla 28. október 2021

Mættir: 18 foreldrar þar af 5 úr stjórninni.

Skýrsla formanns:
Lísbet formaður setti fundinn og gerði grein fyrir störfum og skýrslu stjórnar. Vegna ástandsins hefur aðalfundur ekki verið síðan 2019 og margt fallið niður sem félagið hefur styrkt börnin um.

Skýrsla gjaldkera:
Laufey gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins. Nokkur afgangur er því verkefnin hafa verið færri.  Góðar heimtur voru og um 92% heimila greiddu greiðsluseðilinn.

Kosning stjórnar:
Nokkrir aðilar hættu í stjórn og aðrir komu inn. Lísbet Reykjalín (4.bekk), Heiðrún Eiríksdóttir (3.bekk), Sigþóra Baldursdóttir (10.bekk) og Steinþór Örn Gunnarsson (5.bekk),  halda áfram og inn komu; Kristrún Sif Kristinsdóttir (1.bekk), Magni Ásgeirsson (2 og 5.bekkur), Egill Thoroddsen (4 og 7.bekkur) og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir (4.bekk). Það vantar foreldra fyrir 6., 7. og 8.bekk.

Fyrirlestur:
Kvíði í Covid – Elín Karlsdóttir sálfræðingur var með mjög hnitmiðaðan, skýran og skemmtilegan fyrirlestur um kvíða og hvernig við foreldrar getum styrkt og hjálpað börnunum okkar sem eiga við kvíða að stríða.

Önnur mál:
Hugmynd kom upp að setja pening í að fá skemmtikrafta á viðburði til að poppa upp.
Tillaga að senda inn á nemendaráðið og fá hugmyndir frá þeim hvað þau vilja fá styrk til að gera.
Hugmynd að gera eitthvað fyrir 8.bekk því þau urðu af Reykjarferðinni í fyrra.