Aðalfundur foreldrafélagsins 2011

Í kvöld var haldinn Aðlafundur foreldrafélags Brekkuskóla. Að þessu sinni var ákveðið að hafa fundinn að hausti í stað þess að hafa fundinn að vori eins og venja hefur verið, í þeirri von að foreldrar fjölmenntu á fundinn. Það má segja að það hafi verið fámennt en góðmennt en 10 foreldrar sáu sér fært að mæta til fundar. Kristján Magnússon, sálfræðingur, flutti erindi um samskipti fullorðinna og barna og vakti viðstadda til umhugsunar um mikilvægi foreldrahlutverksins og þess að sýna ábyrgð í orðum og verki. Þessir fáu, en frábæru, foreldrar sem mættu voru mjög svo viljugir til þátttöku í uppbyggingu skólastarfsins og sitja nú 11 fulltrúar úr hópi foreldra í stjórninni. Það er spurning hvort erindi Kristjáns hefur kveikt í foreldrum en hver sem ástæðan er  þá fagnar stjórnin því að fá svo marga foreldra til liðs við sig, húrra húrra. Fundargerð er að finna hér Ritari: Drífa þórarinsdóttir