Aðalfundur foreldrafélagsins haustið 2013

Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla fór fram á sal skólans 24. september sl. Á fundinn mættu 20 foreldrar og 3 skólastjórnendur. Formaður stjórnar foreldrafélagsins setti fundinn og tilnefndi Þórarinn Stefánsson sem fundarstjóra. Að lokinni kosningu í stjórn og nýrra endurskoðenda kynntu skólastjórnendur uppbyggingastefnu skólans, foreldrasamstarfsverkefni í 1., 5. og 8. bekk og stefnu skólans til næstu ára.   Formaður stjórnar síðastliðin tvö ár, Jóhann Gunnarsson hefur sagt sig úr stjórninni og voru honum sérstaklega þökkuð vel unnin störf. Stjórn foreldrafélagsins hvetur foreldra til að mæta á fundi stjórnarinnar í vetur en þeir eru öllum opnir. Fundargerð aðalfundar 2013