Fyrsti fundur foreldrafélagsins

1.     Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014. Þann 7. Október kl. 20:00 í Brekkuskóla. Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir, Gísli Einar Árnason og Yngvi Hrafn Pétursson. 1)       Kosið í embætti. Formaður er Bergljót, ritari Heiðrún og gjaldkeri Sigmundur og aðrir eru meðstjórnendur. Vantar 1-2 í stjórn.

2)      Rætt um fundartíma: hafa hann fyrsta mánudag í mánuði, kl 19:30 í Brekkuskóla.

3)      Samtaka: hverjir fara í stjórn Samtaka? Sigmundur og Heiðrún fara í það.

4)      Skólahreystigræjur: rætt um styrk til að hægt sé að kaupa slíka græju upp á 130. Þúsund krónur. Stjórn tekur jákvætt í erindið en vill fá nánari upplýsingar t.d. um staðsetningu, notkun og fleira. Sigmundur fer í að kanna þetta mál nánar.

5)      Staða reikninga: til sirka 380.000 kr. Það á eftir að borga rútuferðir sem farnar voru í upphafi skólaárs og veitingar á aðalfundi.

6)      Aðalfundur foreldrafélagsins: Rætt var um aðalfundinn og mætingu á hann. Hugmynd að vera búin að manna stjórnina fyrir fundinn og senda fleiri pósta. Gjaldið er kr. 2000 á heimili. Athuga með að hækka það um kr. 500 á næsta ári en leggja þarf það fyrir aðalfund.

7)      Hvernig félag viljum við vera? Ræddum um á hvað við viljum leggja áherslu í vetur. Foreldrafélagið er búið að vera mikið að gefa styrki en viljum nú meira snúa okkur meira að skólanum og þeim málum sem snúa að honum t.d. innra starfi og Aðalnámskrá. Vera meira þrýsti- og stuðningshópur fyrir skólastarfið.

8)      Til eru möppur sem gefa foreldrum hugmyndir að uppákomum til að gera með börnunum. Bergljót ætlar að athuga hvar þær möppur eru.

9)      Ræddum um lýsingu á bílaplani, gangbraut við hornið hjá íþróttahúsinu, lýsingu þar og á plani þar.

Fundi slitið.