Foreldrafélagið kaupir myndavélar

Foreldrafélag Brekkuskóla festi nýverið kaup á fimm Samsung stafrænum myndavélum og færði skólanum að gjöf.  Ósk um þetta hafði borist frá skólastjórnendum þar sem myndavélar þær sem nemendur höfðu aðgang að voru orðnar gamlar og lélegar.   Myndavélarnar nota nemendur í vetvangsferðum á vegum skólans og öðru námi innan veggja skólans. Myndavélarnar eru vandaðar og búnar miklu geymslurými á minniskorti. Er það von okkar í foreldrafélaginu að þessi kaup eigi eftir nýtast vel við leik og störf innan skólans.