fundargerð desember

6.12.2021

Fundur hjá stjórn Foreldrafélags Brekkuskóla 6. desember 2021 kl 20.

Mætt voru: Lísbet (formaður), Steinþór, Sigþóra, Heiðrún (gjaldkeri) og Hanna Kata, sem ritaði fundargerð.

  1. Prókúra. Yfirfærsla gengin í gegn.
  2. Sveinki er til í tuskið og búið að ganga frá bókun 20.des.
  3. Uppistandari fyrir litlu jól hjá 8.-10.bekk, allt frá gengið og hugmyndin vekur mikla lukku á meðal nemenda.
  4. Glaðningur fyrir 8.bekkinga, í tengslum við nýtingu peninga foreldrafélagsins sem áætlaðir voru í styrk fyrir ferð í Reykjaskóla sl. vor en féll niður. Um er að ræða 2.000 kr/pr nemanda. Leitað verði að hugmyndum á meðal foreldra í 8.bekk. Hugmyndir verði teknar fyrir á janúarfundi stjórnar foreldrafélagsins þar sem 3 hugmyndir valdar, til að leggja fyrir nemendahópinn að kjósa um.
  5. Önnur mál. Óformlegar umræður um upplýsingar um starfsemi foreldrafélagsins (hvort gera mætti stutta útdrætti fyrir bekkjarsíður) og netnotkun barna.

Næsti fundur áætlaður 10.janúar.

Fundi slitið kl. 20:45.