Fundargerð desember 2020

Fundargerð foreldrafélags Brekkuskóla – 7. 12. 2020 kl 20.00

Mætt: Öddi, Ingibjörg, Jóhann, Steinþór, Laufey, Heiðrún, Melkorka, Lísbet

1. Jólasveinn er klár fyrir litlu jól, kostar 30.000 kr– ef hann má mæta á staðinn. Rætt um að hafa það sem varaplan að kaupa t.d. piparkökur eða eitthvað slíkt sem “jólasveinninn” hafi þá sent þeim eitthvað í staðinn…

2. Búið að senda á Jóhönnu skólastjóra að foreldrafélagið styrki bókasafnið um 125.00 kr.

3. Búið að yfirfara reikningar, endurskoðendur – samþykktir. Védís og Gunnar, endurskoðendur, eru bæði tilbúin til að halda áfram.

4. Skýrsla fyrir aðalfund verður gerð þegar nær dregur aðalfund,  ekki búið að ákveða aðalfund en ekki komið til tals að hafa hann rafrænan.

a. Rætt um að fá kannski fyrirlesara á aðalfund – til að trekkja að,  kom upp hugmynd um fræðslu um einelti eða mögulega eitthvað léttara.

5. Engin önnur mál

6. Næsti fundur ákveðinn 11. janúar kl 20.00.

 

Fundi slitið kl 20.35

Ritari: Ingibjörg