Fundargerð febrúar 2019

Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla - fundargerð 4. febrúar 2019

Mættir: Björgvin, Jóhann, Agla og Sigþóra.

  • Tilboð barst frá Þorgrími Þráinssyni varðandi fyrirlestur fyrir foreldra. Þetta tengist heimsóknum hans inn í alla grunnskóla með fyrirlestur fyrir nemendur í 10. bekk sem heitir Verum ástfangin af lífinu. Ákveðið að athuga með hvort önnur foreldrafélög vilji slást á vagninn og halda hann saman.
  • Annað tilboð barst frá Gaflaraleikhúsinu með sýninguna Fyrsta skiptið sem sýnt verður í Hofi 13. apríl. Ákveðið að sleppa þessu.
  • Umræða hvort breyta eigi gjöf foreldrafélagsins til útskriftarnema skólans í vor. Gefnir hafa verið vandaðir pennar merktir skólanum. Ákveðið að halda sig við pennana.
  • Umræða um gjöf félagsins til verðandi nemanda 1. bekkjar, ákveðið að halda sig við húfuna merkt skólanum.

 

Fundi slitið.

Næsti fundur mánudaginn 4. mars kl. 19:30