Fundargerð maí 2019

Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla - fundargerð 6. maí 2019

Mættir: Jóhann, Björgvin, Laufey og Sigþóra.

  • Ákveðið var af deildarstjóra íþróttamála  að samnýta Íþróttahöllina næsta vetur þannig að VMA og Brekkuskóli yrðu á sama tíma í salnum. Brekkuskóli í 2/3 og VMA í 1/3. Þetta fyrirkomulag var hér áður en var breytt fyrir tveim árum vegna mikillar óánægju kennara Brekkuskóla og almennt eiga þessir aldrar ekki saman í kennslu. Skilrúm á milli eru einföld og því berst hávaði á milli og einnig slysahætta þegar tjaldið feykist til. Send var ályktun frá foreldrafélaginu þar sem þessu fyrirkomulagi var mótmælt og ákveðið var í kvöld að senda ályktun til allra bæjarfulltrúa og bæjarstjóra sama efnis.
  • 4. bekkur fer í sveitaferð í Daladýrð og ákveðið var að foreldrafélagið styrkti börnin um aðgangseyrinn.
  • Þegar búið er að greiða reikninga styrk félagsins til 7.bekkinga á Reyki og útskriftarferð 10.bekkjar (kr. 2000.- per barn) þá er til upphæð til að setja af stað skólahreysti-tækjakaupin sem rædd hafa verið.

 

Síðasta fundi vetrarins slitið.