Fundargerð nóvember 2020

Mættir: Lísbet, Ásgrímur, Jóhann, Heiðrún, Laufey og Sigþóra.

Lísbet er formaður, Laufey er gjaldkeri og Sigþóra ritari.

  • Fjárhagsstaðan er góð – rúmlega 90% skil á greiðsluseðlum Vinum Brekkuskóla síðast liðinn vetur. Greiðsluseðlar fyrir þetta ár verða sendir út í janúar.
  • Tala við jólasveininn og hafa hann klárann ef ske kynni að jólaball yrði.
  • Umræður um styrki til bekkja vegna ferðalaga.
  • Bókastyrkur til bókasafnsins verður með sama sniði og í fyrra.
  • Lísbet og Sigþóra verða í skólaráði
  • Nú hefur ekki verið hægt að halda aðalfund félagsins og ætlum við að sjá til hvernig staðan verður eftir áramótin. Í athugun er að fá netfyrirlestra fyrir foreldra í stað fræðslu sem hefði verið á aðalfundi.
  •  Það vantar fulltrúa í stjórn frá fimm bekkjum ( 8., 7., 6., 4., og 1.bekk )og ætlum við að auglýsa eftir fulltrúum.

Næsti fundur er 7. desember n.k. kl. 20:00