Fundargerð stjórnar foreldrafélags Brekkuskóla 02.október 2017

Fundargerð stjórn foreldrafélags Brekkuskóla 02. október 2017

Mættir: Jóhann, Magni, Oddný, Kristjana, Friðrik, Sigmundur, Laufey og Sigþóra.

Kosið var í eftirtaldar nefndir og stöður og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Fulltrúar í  Samtaka verða;  
Sigmundur og Jóhann.

Helstu hlutverk foreldrafélagsins skipa;
Jóhann formaður, Magni varaformaður, Kristjana gjaldkeri, Ingunn ritari.

Fulltrúar í skólaráði; 
Jóhann og Magni. 
Friðrik samþykkir að vera varamaður.

Beiðni kom frá skólanum um að styrkja skólann um pönnu fyrir pönnubolta á leiksvæði skólans. Íþróttakennarar ætla að setja hana upp. Áætlaður kostnaður er ca. Kr. 70.000.-. Samþykkt.

Beiðni kom frá skólanum um styrk til efniskaupa á „statívi“ fyrir hjólabretti til að geyma þau inn í skólanum. Þau börn sem koma á brettum hafa engan stað til að geyma þau á. Fyrirhugað er að börnin vinna sjálf í því að koma þessu upp. - Samþykkt.

Fyrirhugað er að hafa stjórnarfund fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 20:30. Sent verður áminning á Facebook.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Ritað af Sigþóru vararitara.