Fundargerð stjórnar foreldrafélags Brekkuskól 06. nóvember 2017

Fundargerð stjórn foreldrafélags Brekkuskóla 06. nóvember 2017

Mættir: Jóhann, Oddný, Kristjana, Sigmundur, Laufey, Ingunn og Sigþóra (ritari).

  • Fundur er á vegum Samtaka fyrir allar stjórnir foreldrafélaga grunnskóla Akureyrar sem verður í Brekkuskóla 14. nóvember n.k. – tilmæli að þeir stjórnarmeðlimir sem geta mæti.
  • Á morgun 07. nóvember er fræðslufundur í Síðuskóla fyrir foreldra unglinga, auglýsing á heimsíðu skólans og Facebook síðu hans.
  • Búið er að senda út greiðsluseðla til foreldra – gjalddagi er í mars.
  • Sami jólasveinn og var í fyrra verður fenginn á jólaball nemenda í ár.
  • Umræða um að gera foreldrafélagssíðuna á heimasíðu skólans virka til að leyfa foreldrum að fylgjast með hvað stjórnin er að gera og hvaða ákvarðanir eru teknar þar. Athuga hvort Denna geti sett inn fundargerðir.
  • Stjórnin hvetur umsjónafólk bekkjarviðburða að hafa uppákomurnar fyrir alla árganginn – ekki skipta honum í hópa. Gott að hafa uppákomurnar þannig að foreldrar séu með og kynnist. Öll samskipti innan hópsins auðveldari ef foreldrar þekkjast. Margar hugmyndir til í möppu í skólanum – endilega deila hugmyndum á milli árganga ef vel tekst til t.d. ratleikir.
  • Í lokinn voru almennar umræður um útivistartíma, foreldrarölt og fleira.