Fundur í Foreldrafélagi Brekkuskóla febrúar 2022

7. febrúar 2022

Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla 
Mætt: Hanna Kata, Egill, Steinþór, Lísbet, Sigþóra, Kristrún, Heiðrún, Magni

Kaup á húfum fyrir 1. bekk
Fyrirtækið sem seldi foreldrafélaginu húfur fyrir 1. bekk (Sports-id) var selt til fyrirtækisins Gróahaf.

Mögulega eiga þeir í Gróahaf því uppskriftina af merki Brekkuskóla sem er saumað í húfurnar.
Stefnt er að því að láta Gróahaf sjá um húfuframleiðsluna ef þeir eiga merkið hjá sér því það getur aukið kostnaðinn stórlega ef það þarf að búa merkið til frá grunni. 

8. bekkur
Vel var tekið í hugmyndir foreldrafélagsins að gera eitthvað skemmtilegt fyrir peningana sem 8. bekkur átti að fá vegna Reykjaferðar, sem féll svo niður. Það hefur þó ekki enn skapast tækifæri vegna covid-19 að útfæra hugmyndirnar (sjá hér fyrri fundagerð) en það líður að því.

Fundur hjá Samtaka

  • Umræða um unglingar megi sleppa skólasundi í R-vík. Taka sundpróf í staðinn.
  • Glerárskóli leigir alltaf leikstjóra fyrir árshátíð.
  • Rætt um heilsu barna á þessum skrítnu covid tímum
  • Fundur í lok mars með öllum foreldrafélögum hjá Samtaka

Reykjaskólaferð
Í 7. bekk eru um 56 nemendur. Ekki hefur gengið sem best að safna fyrir ferðinni, árshátíðin féll niður í fyrra og nú er aðeins búið að safna fyrir litlum hluta ferðarinnar. Að venju mun foreldrafélagið styrkja 7. bekk um 2000kr á hvert barn vegna ferðarinnar. Inn á borð foreldrafélagsins barst umsókn um aukafjárveitingu vegna ferðarinnar og í ljósi aðstæðna var samþykkt samhljóða að bæta við 1000 krónum á hvert barn upp í kostnað. Foreldrafélagið mun hvetja foreldra og nemendur í að efna til fjáröflunar til að minnka kostnað heimila vegna ferðarinnar.

Rætt um upplýsingaflæði frá Brekkuskóla á covid tímum.

  • Mögulega of mikið að gera hjá skólastjórnendum. 
  • Fræðslusvið lét vita að það þarf ekki lengur að tilkynna ef upp kemur smit í skólanum eftir að sóttkví var lögð niður.

 Ekki búið að halda skólaráðsfund nýlega en það mun koma að því þegar um hægist hjá skólastjórnendum.

Fundi slitið.