Vinir Brekkuskóla

Nú hafa greiðsluseðlar verið sendir öllum foreldrum sem eiga nemendur í Brekkuskóla fyrir árgjaldi í foreldrafélag skólans. Greiðsluseðillinn hljóðar uppá 1750 krónur eins og síðustu ár. Þeir fjármunir sem safnast eru nýttir í þágu nemenda skólans og er það foreldrafélag skólans sem sér um að úthluta fjármunum. Dæmi um nokkra liði sem Foreldarfélag Brekkuskóla hefur staðið fyrir og nýtt fjármuni félagsins: 1000 krónur á hvert barn í ferðasjóð. 4 - 7 - 10 bekk. Leiksýningum Fyrirlestrum 9. bekkur og foreldrafélagið standa saman að útskriftarveislu 10. bekkinga ár hvert Gjöf til 10. bekkinga á útskriftardegi Styðja við skólastarfið með gjöfum og fjárframlögum s.s. keypt myndavélar, skápa, vesti, leiktæki í Rýmið svo eitthvað sé nefnt. Þegar um slíkar gjafir er að ræða hefur skólinn greitt ákveðna upphæð til móts við foreldrafélagið. Standa að Öskudagsballi yngsta stigs og fleira og fleira Á aðalfundi að vori eru reikningar lagðir fram og í fundargerðum má sjá það sem fram fer á fundum félagsins og hvað ákvarðanir eru teknar. Þess má geta að allir foreldrar eru velkomnir á fundi, fyrsta mánudag hvers mánaðar klukkan 17:30 í Brekkuskóla. Bestu kveðjur DÞ