Hreyfistrætó stoppar

Kæru foreldrar Á fundi stjórnar foreldrafélag Brekkuskóla, þann 6. desember síðastliðinn, var ákveðið að hætta með verkefnið Hreyfistrætó. Stjórnin vill þakka þeim foreldrum og nemendum sem lögðu verkefninu lið og gerðu okkur mögulegt að halda Hreyfistrætó gangandi í 10 vikur. Hreyfistrætó miðar að því að efla hreyfingu barna og öryggi þeirra á leið sinni í skólann og voru það skjúkraþjálfarar á Akureyri sem kynntu verkefnið í upphafi og hvöttu Grunnskólana á Akureyri til að setja Hreyfistrætó í gang enda þarft verkefni. Brekkuskóli var eini skólinn sem sló til sem var virkilega skemmtilegt og megum við vera virkilega stolt. Við vonum því að hægt verði að endurvekja verkefnið síðar og hver veit nema með hækkandi sól muni það fara aftur í gang og áhugi fyrir hreyfingu vakni meðal nemenda og foreldra skólans.   Bestu þakkir Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla  
Lesa meira

Hreyfistrætó enn á ferðinni........

Foreldrafélagið ákvað á fundi þann 1. nóvember að framlengja Hreyfistrætó verkefninu um 4 vikur og hvetur foreldra til að taka virkan þátt. Þó svo verkefnið sé lagt upp fyrir yngstu nemendur skólans eru allir nemendur hvattir til að taka þátt og foreldrar að ganga með börnunum og skrá sig á vakt. Gula og Græna leiðin hafa verið virkar þær 6 vikur sem tilraunin hefur staðið yfir, Rauða leiðin datt út mjög fljótt og sú Bláa leið undir lok eftir vetrarfrí. Það er samt ekkert sem segir að ekki megi lífga þær við svo endilega skráið ykkur á vakt og hvetjið börnin til þátttöku. Með Hreyfistrætó stuðlum við að hreyfingu barna okkar og erum þeim innan handar í umferðinni. N4 mun að öllum líkindum ganga með Hreyfistrætó í vikunni enda áhugavert verkefni sem vekur athygli bæjarbúa.   Kveðja frá foreldrafélagi Brekkuskóla.
Lesa meira

Vinir Brekkuskóla

Nú hafa greiðsluseðlar verið sendir öllum foreldrum sem eiga nemendur í Brekkuskóla fyrir árgjaldi í foreldrafélag skólans. Greiðsluseðillinn hljóðar uppá 1750 krónur eins og síðustu ár. Þeir fjármunir sem safnast eru nýttir í þágu nemenda skólans og er það foreldrafélag skólans sem sér um að úthluta fjármunum. Dæmi um nokkra liði sem Foreldarfélag Brekkuskóla hefur staðið fyrir og nýtt fjármuni félagsins: 1000 krónur á hvert barn í ferðasjóð. 4 - 7 - 10 bekk. Leiksýningum Fyrirlestrum 9. bekkur og foreldrafélagið standa saman að útskriftarveislu 10. bekkinga ár hvert Gjöf til 10. bekkinga á útskriftardegi Styðja við skólastarfið með gjöfum og fjárframlögum s.s. keypt myndavélar, skápa, vesti, leiktæki í Rýmið svo eitthvað sé nefnt. Þegar um slíkar gjafir er að ræða hefur skólinn greitt ákveðna upphæð til móts við foreldrafélagið. Standa að Öskudagsballi yngsta stigs og fleira og fleira Á aðalfundi að vori eru reikningar lagðir fram og í fundargerðum má sjá það sem fram fer á fundum félagsins og hvað ákvarðanir eru teknar. Þess má geta að allir foreldrar eru velkomnir á fundi, fyrsta mánudag hvers mánaðar klukkan 17:30 í Brekkuskóla. Bestu kveðjur DÞ  
Lesa meira

Hreyfistrætó í Brekkuskóla

Foreldrafélagið, í samstarfi við sjúkraþjálfara á Akureyri, kynnti verkefnið Hreyfistrætó fyrir foreldrum barna í 1. og 2. bekk þann 13. september síðastliðinn. Lagðar voru fram hugmyndir að því hvernig mögulegt væri að útbúa göngu - strætóleiðir /Hreyfistrætó og stuðla þannig að hreyfingu barna og auka öryggi þeirra í umferðinni á leið sinni í skólann. Það er hlutverk foreldra að leiða strætó áfram (1x til 2x á önn) og vera börnunum innan handar í umferðinni, hvetja börnin til að taka þátt í verkefninu og stuðla þannig að hreyfingu þannig að það verði barninu eðlilegt að ganga til skóla. Áhugi foreldra var greinilegur og því óskað eftir 5 foreldrum til að skipuleggja verkefnið, hvaða leiðir henta og finna hentugt skráningarkerfi. Þessi frábæri hópur hefur nú komið Hreyfistrætó af stað og eigum við þeim þakkir. Fjórar leiðir voru farnar í upphafi en ein leiðin hefur dottið út sökum þátttökuleysis foreldra og barna. Ákveðið var að prufukeyra verkefnið í 6 vikur og sjá hvernig gengur. Vonandi á Hreyfistrætó eftir að keyra áfram hér í Brekkuskóla en það veltur á okkur foreldrum, áhuga okkar og þátttöku. Foreldrafélagið hvetur alla þá foreldra sem hafa tök á að ganga með börnunum í skólann að skrá sig á vakt því margar hendur vinna létt verk. Áfram Hreyfistrætó !!!  
Lesa meira

Skólaskáksveit Brekkuskóla

Foreldrafélag Brekkuskóla veitti nýverið ferðastyrk til skáksveitar Brekkuskóla til farar á Íslandsmót barnaskólaveita í skák. Sveit Brekkuskóla sigraði í sveitakeppni barnaskólasveita á Akureyri og nágrenni sem fram fór þann 27. janúar 2010. Sveitina skipuðu: Andri Freyr 7. HS, Ægir 7. HS, Magnús Mar, 7. Þ.Gr., Kristján í 6. bekk og Mikael Máni 3. bekk. Með sigrinum vann sveitin sér þátttökurétt á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í Vetrargarðinum í Smáralind þann 21. mars sl. (Mótshaldið var í höndum Skákakakademíu Reykjavíkur í nánu samstarfi við Skáksamband Íslands). Sveitinni gekk mjög vel og hafnaði hún í 10. sæti af 52. sveitum. Óskum við strákunum til hamingju með árangurinn.
Lesa meira

Foreldrafélagið kaupir myndavélar

Foreldrafélag Brekkuskóla festi nýverið kaup á fimm Samsung stafrænum myndavélum og færði skólanum að gjöf.  Ósk um þetta hafði borist frá skólastjórnendum þar sem myndavélar þær sem nemendur höfðu aðgang að voru orðnar gamlar og lélegar.   Myndavélarnar nota nemendur í vetvangsferðum á vegum skólans og öðru námi innan veggja skólans. Myndavélarnar eru vandaðar og búnar miklu geymslurými á minniskorti. Er það von okkar í foreldrafélaginu að þessi kaup eigi eftir nýtast vel við leik og störf innan skólans.
Lesa meira

Ágætu foreldrar

Foreldrar í Brekkuskóla eru beðnir afsökunar á mistökum sem urðu í Íslandsbanka vegna rukkunar á árgjaldi foreldrafélagsins. En bankinn rukkaði um 2000 kr í stað 1750 kr. Þó nokkrir foreldrar höfðu þegar greitt er mistökinn komust upp, en þetta hefur verið leiðrétt hjá þeim sem ekki höfðu greitt. Þeir sem borguðu of mikið geta fengið mismuninn endurgreiddan  hjá Íslandsbanka með því að senda bankaupplýsingar til bankans. Ef einhver hefur fengið tvo greiðsluseðla eru það líka mistök sem bankinn ætlat að leiðrétta. Foreldrafélagið biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum. Fyrir hönd Foreldrafélags Brekkuskóla Bóthildur Sveinsdóttir, gjaldkeri.
Lesa meira

Foreldrafulltrúar

Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla boðar alla foreldrafulltrúa á árlegan sameiginlegan fund.   Við ætlum að setjast niður og hittast og skiptast á hugmyndum og sögum um hvernig hægt er að standa að góðu foreldrastarfi innan bekkjanna.  Sum okkar eru ný í þessu hlutverki, en aðrir geta miðlað af reynslunni.   Hittumst á stuttum en hnitmiðuðum fundi í sal Brekkuskóla mánudaginn 2. nóvember kl 18  Kaffi á könnunni!   Með von um að sjá sem flesta, kv. Stjórnin  
Lesa meira

Fundur stjórnar foreldrafélagsins

Stjórn Foreldrafélags Brekkuskóla hittist fyrsta mánudag í hverjum mánuði í sal Brekkuskóla kl: 17:30. Næsti fundur er 5. okt. 2009, kl: 17:30. Allir velkomnir að mæta og vera með. Kv. stjórnin
Lesa meira

Viltu vera með í stjórn foreldrafélagsins?

Okkur vantar alltaf gott fólk til að starfa með okkur í stjórn foreldrafélagsins.  Fundir eru einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og starfið er gefandi og skemmtilegt. Sérstaklega velkomnir eru foreldrar barna í 2., 7. og 9. bekk. Hafið samband ef þið hafið áhuga, Magni mrm@internet.is eða Gísli gislieinar@gmail.com  
Lesa meira