6. Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014.

Þann 3. mars kl. 20:00 í Brekkuskóla.  Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, , Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir og Agla María Jósepsdóttir.   1. Guðjón Haukson verður með fyrirlestur fyrir foreldra um netheima, tölvuleiki, staðalmyndir og fleira sem gott er fyrir foreldra og kennara að vita. Fyrirlesturinn verður 18. eða 19. mars og verður auglýstur fljótlega. Hvetjum foreldra á öllum skólastigum að kynna sér þetta áhugaverða efni og mæta á þennan frábæra fyrirlestur.
Lesa meira

5. Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014.

Þann 3. febrúar kl. 18:00 í Brekkuskóla.  Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Agla María Jósepsdóttir. Jóhannes Bjarnason mætti á fundinn.   
Lesa meira

4. Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014.

Þann 6. janúar kl. 19:30 í Brekkuskóla. Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Agla María Jósepsdóttir, Gísli Einar Árnason og Yngvi Hrafn Pétursson.   1. Fyrirlestur fyrir foreldra með Þorgrími Þráinssyni: Það á eftir að setja dagsetningu en Þorgrímur er hér í kringum 23. janúar.
Lesa meira

3. Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014.

 3.Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014.   Þann 2. desember kl. 19:30 í Brekkuskóla.   Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Agla María Jósepsdóttir.     1. Bréf frá Þorgrími Þráinssyni þar sem hann er að bjóða fyrirlestur fyrir börn og svo fyrirlestur fyrir foreldra á eftir. Brekkuskóli og Naustaskóli hafa hug á að hafa fyrirlestur fyrir foreldra saman. Athuga hvort að Lundarskóli og Oddeyrarskóli vilji vera með. 
Lesa meira

2. Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014

Þann 4. nóvember kl. 20:00 í Brekkuskóla. Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir, Gísli Einar Árnason og Agla María Jósepsdóttir. 1.      Umræða um skólaböll og gæslu á þeim. Þarf fleiri foreldra á þau og jafnvel gæslu eftir böllin? Umræða. 2.      Samtaka: Sigmundur sagði okkur fréttir frá Samtaka. Þar er verið að ræða um foreldrarölt og hvort að hreinlega þurfi ekki að hugsa þau upp á nýtt. T.d. að foreldrar rölti um hverfið og láti lögreglu vita ef eitthvað er. Einnig sterkt að Samtaka leggi línur fyrir skólaböllin þannig að þetta verði eins í öllum skólum. Í vetur munu birtast slagorð í fjölmiðlum (N4, Dagskránni, Extra) eins og t.d. „Virðum útivistartíma barna“ og sfrv.
Lesa meira

Fyrsti fundur foreldrafélagsins

1.     Fundur foreldrafélags Brekkuskóla skólaárið 2013-2014. Þann 7. Október kl. 20:00 í Brekkuskóla. Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir, Gísli Einar Árnason og Yngvi Hrafn Pétursson. 1)       Kosið í embætti. Formaður er Bergljót, ritari Heiðrún og gjaldkeri Sigmundur og aðrir eru meðstjórnendur. Vantar 1-2 í stjórn.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins haustið 2013

Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla fór fram á sal skólans 24. september sl. Á fundinn mættu 20 foreldrar og 3 skólastjórnendur. Formaður stjórnar foreldrafélagsins setti fundinn og tilnefndi Þórarinn Stefánsson sem fundarstjóra. Að lokinni kosningu í stjórn og nýrra endurskoðenda kynntu skólastjórnendur uppbyggingastefnu skólans, foreldrasamstarfsverkefni í 1., 5. og 8. bekk og stefnu skólans til næstu ára.   Formaður stjórnar síðastliðin tvö ár, Jóhann Gunnarsson hefur sagt sig úr stjórninni og voru honum sérstaklega þökkuð vel unnin störf. Stjórn foreldrafélagsins hvetur foreldra til að mæta á fundi stjórnarinnar í vetur en þeir eru öllum opnir. Fundargerð aðalfundar 2013 
Lesa meira

Góður og gagnlegur aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla fór fram 25. september sl. Mæting á fundinn var mjög góð miðað við síðastliðin ár en rúmlega 50 manns mættu á fundinn. Skólastjórnendur og stjórn foreldrafélagsins þrýstu mjög á foreldra í ár að mæta á fundinn með fréttatilkynningum og formaður foreldrafélagsins mætti á skipulagða kynningarfundi í haust til að minna á fundinn.  Sigrún Sveinbjörnsdóttir, dósent við HA flutti erindi um mikilvægi virks samstarfs foreldra og skóla en rannsóknir sýna að gott samstarf þessara aðila hefur góð áhrif á námsárangur, viðhorf til skólans og líðan nemenda. Sigrún ræddi einnig um ábyrgð foreldra á börnum sínum og mikilvægi góðra samverustunda foreldra og barna.  Stjórn foreldrafélagsins vill sitja áfram en hvatti jafnframt fleiri til að koma í stjórn. Tvær mæður buðu sig fram til stjórnarstarfa þær Ragnheiður Halldórsdóttir og Bryndís María Davíðsdóttir. Tólf fulltrúar munu því sitja í stjórn í vetur en einnig fór fram kosning í embætti tveggja endurskoðenda og því embætti gegna nú Sigurður Jónsson og Helgi Svavarsson. Á fundinum var tillaga að nýju deiliskipulagi í kringum skólann rædd en fundurinn ákvað í kjölfar mjög góðrar umræðu að halda sérstakan fund um tillöguna mánudaginn 1. október kl. 20. Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsstjóri bæjarins mun mæta á fundinn og fara yfir tillöguna, taka á móti tillögum frá fundargestum og svara spurningum þeirra.  Stjórn foreldrafélagsins hvetur foreldra til að mæta á fundinn þar sem um er að ræða öryggi barnanna á leið í og úr skóla.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins 2012

Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla verður haldinn 25. september 2012 klukkan 20:00 í sal skólans. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Gjaldkeri gerir grein fyrir endurskoðun ársreikninga 3. Umræður um skýrslu stjórnar og atkvæðagreiðsla um ársreikninga 4. Kosning stjórnar samkvæmt 4. grein 5. Kosning tveggja endurskoðenda 6. Fyrirlestur Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur P.h.D. Dósent í sálfræði 7. Erindi skólastjórnar 8. Önnur mál Sjáumst öll og eigum góða stund saman Stjórn foreldrafélagsins
Lesa meira

Enginn titill

Kæru foreldrar.  Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla óskar eftir að tveir fulltrúar í þessum bekk bjóði sig fram í starf foreldrafulltrúa. Einnig hvetur stjórnin ykkur til að skipuleggja viðburði og skipta með ykkur verkum áður en þið yfirgefið þennan fund. Það er svo í hlut foreldrafulltrúa að ýta eftir að viðburðirnir verði að veruleika.  Foreldrafulltrúar verða boðaðir á fund með stjórn foreldrafélagsins í október .   Foreldrafulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við umsjónarkennara, stjórn félagsins og stjórnendur skólans ef svo ber við             Bestu kveðjur og óskir um farsælt samstarf. Eyðublað fyrir foreldrasamstarf í bekkjum.
Lesa meira