Foreldrafélagið kaupir myndavélar

Foreldrafélag Brekkuskóla festi nýverið kaup á fimm Samsung stafrænum myndavélum og færði skólanum að gjöf.  Ósk um þetta hafði borist frá skólastjórnendum þar sem myndavélar þær sem nemendur höfðu aðgang að voru orðnar gamlar og lélegar.   Myndavélarnar nota nemendur í vetvangsferðum á vegum skólans og öðru námi innan veggja skólans. Myndavélarnar eru vandaðar og búnar miklu geymslurými á minniskorti. Er það von okkar í foreldrafélaginu að þessi kaup eigi eftir nýtast vel við leik og störf innan skólans.
Lesa meira

Ágætu foreldrar

Foreldrar í Brekkuskóla eru beðnir afsökunar á mistökum sem urðu í Íslandsbanka vegna rukkunar á árgjaldi foreldrafélagsins. En bankinn rukkaði um 2000 kr í stað 1750 kr. Þó nokkrir foreldrar höfðu þegar greitt er mistökinn komust upp, en þetta hefur verið leiðrétt hjá þeim sem ekki höfðu greitt. Þeir sem borguðu of mikið geta fengið mismuninn endurgreiddan  hjá Íslandsbanka með því að senda bankaupplýsingar til bankans. Ef einhver hefur fengið tvo greiðsluseðla eru það líka mistök sem bankinn ætlat að leiðrétta. Foreldrafélagið biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum. Fyrir hönd Foreldrafélags Brekkuskóla Bóthildur Sveinsdóttir, gjaldkeri.
Lesa meira

Foreldrafulltrúar

Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla boðar alla foreldrafulltrúa á árlegan sameiginlegan fund.   Við ætlum að setjast niður og hittast og skiptast á hugmyndum og sögum um hvernig hægt er að standa að góðu foreldrastarfi innan bekkjanna.  Sum okkar eru ný í þessu hlutverki, en aðrir geta miðlað af reynslunni.   Hittumst á stuttum en hnitmiðuðum fundi í sal Brekkuskóla mánudaginn 2. nóvember kl 18  Kaffi á könnunni!   Með von um að sjá sem flesta, kv. Stjórnin  
Lesa meira

Fundur stjórnar foreldrafélagsins

Stjórn Foreldrafélags Brekkuskóla hittist fyrsta mánudag í hverjum mánuði í sal Brekkuskóla kl: 17:30. Næsti fundur er 5. okt. 2009, kl: 17:30. Allir velkomnir að mæta og vera með. Kv. stjórnin
Lesa meira

Viltu vera með í stjórn foreldrafélagsins?

Okkur vantar alltaf gott fólk til að starfa með okkur í stjórn foreldrafélagsins.  Fundir eru einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og starfið er gefandi og skemmtilegt. Sérstaklega velkomnir eru foreldrar barna í 2., 7. og 9. bekk. Hafið samband ef þið hafið áhuga, Magni mrm@internet.is eða Gísli gislieinar@gmail.com  
Lesa meira

Fundur foreldrafélags

Fundur stjórnar foreldrafélags í sal Brekkuskóla kl 17:30. Allir velkomnir.
Lesa meira

Foreldrafulltrúar bekkja - önnur útgáfa handbókar

Foreldrafulltrúar bekkja eru kjörnir á kynningarfundum að hausti sem fara fram á vegum skólans í fyrri hluta septembermánaðar ár hvert. Foreldrafélag Brekkuskóla gaf út í fyrsta skipti skólaárið 2008 - 2009 Handbók fyrir foreldrafulltrúa bekkja sem nú er komin út í annað sinn. Handbókin er nú prentuð út fyrir alla nýja foreldra í skólanum aðrir foreldrar fengu afhenta fyrstu útgáfu í fyrra.
Lesa meira

Greiðsla til foreldrafélagsins

Fjárframlög í sjóð foreldrafélagsins má leggja beint inn á eftirfarandi reikning: Kennitala: 640498-2509 Reiknisnúmer: 565-26-1337 Foreldrum verður sendur gíróseðill síðari hluta októbermánaðar sem einnig birtist í heimabanka. Athugið að greiðsla í foreldrafélag skólans er ekki skylda. Foreldrar hafa haft samband og vilja greiða í foreldrafélagið, en er ekku fúsir að greiða bankanum 250 kr. fyrir innheimtuna og vilja frekar setja það í sjóðinn. Ef lagt er beint inn á reikninginn þá bætist sá kostnaður ekki við greiðsluna. Stjórn foreldrafélagsins
Lesa meira