Stoðþjónusta

Sér- og stuðningskennsla 
Sér- og stuðningskennsla í Brekkuskóla fer ýmist fram inni í bekkjardeildum eða í námsverum. Allt fer þetta eftir eðli námsvandans hverju sinni og hvað nemandanum nýtist best. Í sér- og stuðningskennslu felst m.a.:

  • Gerð rökstuddrar námsáætlunar fyrir nemendahóp eða einstakling sem byggð er á upplýsingum um heildaraðstæður nemanda og á athugun og mati á stöðu hans í námi og þroska. Tilgreind skulu langtímamarkmið með kennslunni.
  • Kennsla samkvæmt námsáætlun.
  • Skipuleg skráning og regluleg endurskoðun á námsáætlun og kennslu.
  • Gerð námsáætlunar fyrir nemendur í sér- og stuðningskennslu er að öllu jöfnu unnin í samstarfi viðkomandi kennara og sérkennara.

Meginmarkmið með sérkennslu er að stuðla að alhliða þroska nemenda, bæði andlegum og líkamlegum. Leitast er við að ná þessu markmiði með jákvæðu viðmóti og virðingu fyrir einstaklingnum um leið og lögð eru fyrir verkefni við hæfi.  Sérkennsla felur í sér sérsniðin námsmarkmið, sérsniðið námsefni, námsaðstæður eru skoðaðar sérstaklega sem og kennsluaðferðir. Sér- og stuðningskennsla er skipulögð í lengri eða skemmri tíma eftir þörfum nemandans. Í Brekkuskóla er gjarnan talað um "námskeið" í stað sérkennslu. Einstaklingsnámskrá er sniðin fyrir börn með sérþarfir og grundvallast hún á þörfum nemandans. Ef foreldrar hafa áhyggjur af námslegri framvindu barna sinna geta þeir snúið sér til umsjónarkennara.   

Nemendaverndarráð                                                                                                                                                                                   Samkvæmt grunnskólalögum starfar nemendaverndarráð í Brekkuskóla. Fundi nemendaverndarráðs sitja skjólastjórnendur, skólahjúkrunarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi og sérkennarar eftir þörfum. Fundað er vikulega í nemendaverndarráði og fulltrúar frá barnavernd og sérfræðiþjónustu skóla koma á fundina.

Náms- og starfsráðgjöf   Við skólann starfa tveir náms- og starfsráðgjafar í hlutastörfum. Anna Harðardóttir annah@akmennt.is og Steinunn Harpa Jónsdóttir sem er í leyfi veturinn 2022-2023. 

Kennsla tvítyngdra barna
Brekkuskóli leggur sig fram við að mæta þörfum tvítyngdra/erlendra nemenda.  Það er gert með auknum stuðningi í íslensku, ýmist með aðkomu sérkennara eða stuðningi inn í bekk.   Skólinn vinnur í samvinnu við kennsluráðgjafa erlendra nemenda frá Fræðslusviði.  

Skimunaráætlun Brekkuskóla í læsi og stærðfræði

  • 1.bekkur: Skimunarprófið Tove Krogh lagt fyrir alla nemendur, bæði að hausti og vori. Lestrarprófið Læsi 1. hefti er lagt fyrir í nóvember og 2. hefti um miðjan febrúar. Stafakönnun er einnig lögð fyrir eftir mati kennara.
  • 1– 4. bekkur:Stafakannanir Rannveigar Löve( 1. – 10.) eru lagðar fyrir eftir þörfum. Ef nemendur sýna merki um erfiðleika við lestrarnámið eru  Aston Index og lestrarkannanir Rannveigar Löve lagðar fyrir þá. Mat á lestrargetu eftir Þorstein Sigurðsson eru einnig notuð ef þurfa þykir.
  • Lesfimi í öllum bekkjum lögð fyrir í september, janúar og maí
  • Læsi 1 – 1 nóvember - sérkennari/umsjónark.
  • Læsi 1 – 2 febrúar - sérkennari/ umsjónark.
  • Læsi 1 – 3 apríl - sérkennari/ umsjónark.
  • Ritunarþáttur Aston Index lagt fyrir 4. bekk á haustönn
  • Skimunarpróf Kristínar og Carlsen í lestri og stafsetningu lagt fyrir 5. bekk á haustönn
  • Gpr 14 skimunarpróf  í lestri og stafsetningu lagt fyrir 9. bekk í október
  • Talnalykill
  • Samræmd próf í 4., 7. og 9. bekk.

Sérfræðiþjónusta utan skólans
Brekkuskóli vinnur náið með skóladeild og fjölskyldudeild Akureyrarbæjar. Þar hafa skólar aðgang að sálfræðingum, sérkennsluráðgjöfum, félagsfræðingum, fjölskylduráðgjöfum ofl. Auk þessarar skipulögðu þjónustu á skólinn samskipti og samstarf við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, BUG teymi, Heilsugæslustöð, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og fleiri.

Skólasmiðja                                                                                                                                                                                                            Skólasmiðja er óhefðbundið skólaúrræði sem ætlað er einstaklingum sem geta ekki nýtt sér hefðbundinn skóla þrátt fyrir að leitað hafi verið leiða til úrbóta. Starfsmenn félagsmiðstöðva halda utan um Skólasmiðjuna.