Skólabókasafn Brekkuskóla

 

Skólinn leitast við að hafa á að skipa vel búnu gagnasafni þar sem nemendur geta komið og aflað sér heimilda, sér til gagns og gamans.  Í skólasafninu er mikill fjöldi bóka af ýmsu tagi; kennslubækur, fræðibækur og skáldsögur fyrir fólk á öllum aldri.  Á safninu er einnig að finna tímarit, veggspjöld, myndbönd, hljóðsnældur o.fl. Námsgreinin upplýsinga- og samskiptatækni er kennd í tölvuverum skólans sem nú er til húsa við hlið safnsins og á þriðju hæð í stofu 305. Spjaldtölvur og annan tæknibúnað er hægt að fá lánað af safninu í kennslustundir og til símenntunar.

Skólabókasafnið er opið: 

Mánudaga   kl. 8 - 16:00
Þriðjudaga   kl. 8 - 16:00
Miðvikudaga kl. 8 - 16:00
Fimmtudaga kl. 8 -16:00
Föstudaga kl. 8 - 16:00

Skólinn býður 5.-10. bekk upp á aðstöðu til náms utan kennslustunda á bókasafni skólans alla skóladaga samkvæmt opnunartíma safnins.

Gaman og gagn á skólasafnier Facebooksíða upplýsingavers þar sem Sigríður Margrét safnkennari setur inn fréttir, ábendingar og viðburði á vegum versins. Við hvetjum foreldra og nemendur sem náð hafa 13 ára aldri að gerast meðlimi síðunnar.

 

Að velja bækur

Að velja skáldsögu

Safnkennari er Sigríður Margrét Hlöðversdóttir sighlo@akmennt.is.

Starfsmaður á safni er Gunnar Orri Árnason gunnararna@akmennt.is