Skólaferðalög

Skipulag skólaferðalaga

7. árgangur, Reykir í Hrútafirði. Fjáröflun.

Foreldrar skipuleggja fjáröflun.Fjáröflun í Ævintýralandi árshátíðar skólaárið á undan sem kennarar halda utan um. Einnig er fjáröflun að hluta í morgunmóttökum með brauðbollu- og kaffisölu í svokölluðum morgunmóttökum.

10. árgangur, vorferð suður á land, 3ja-4ra daga ferð. Fjáröflun.

Foreldrar skipuleggja fjáröflun í samstarfi við kennara. Fjáröflun á kaffihlaðborði á árshátíð og í nemendasjoppu. Einnig er fjáröflun að hluta í morgunmóttökum með brauðbollu- og kaffisölu í svokölluðum morgunmóttökum.

Hefð er fyrir dansleikjahaldi í unglingadeildum og er það 10. bekkur sem hefur veg og vanda af því.