Frístund
Hagnýtar upplýsingar fyrir Frístund.
Börn í 1.- 4. bekk í Brekkuskóla eiga kost á gæslu eftir skólatíma dag hvern á milli 13:10 til kl. 16:15. Frístund er staðsett á neðstu hæð skólahúsnæðisins.
Skráning
Forskráning fer fram á vorönn og í ágúst fer fram nritun í Frístund.
Til að skrá barn í Frístund þarf að nota Völu skráningarkerfi.
Þar þarf að setja inn, eða haka við, ýmsar upplýsingar sem tengjast vistun barnsins. Meðal annars:
Vistunartími
Hvernig brottför er háttað (er barnið sótt eða fer það sjálft heim)
Hvort að barnið sé í tómstund og í hvaða tómstund
Hvort að þjónusta frístundarútu sé notuð.
Starfsfólk Frístundar þarf að hafa góða og klára yfirsýn yfir þau börn sem að eru í vistun hverju sinni og það er einungis hægt ef að allar upplýsingar um barnið eru rétt skráðar í Völu og er það alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamann að sjá til þess.
Foreldrar sjái um að réttar tímaskráningar séu alltaf til staðar hjá frístundafulltrúa.
Veikindi, frí eða hvers konar forföll þarf að tilkynna með tölvupósti á fristund@brekkuskoli.is, í síma frístundar (414-7979) eða hringja í ritara (414-7900). Ef að um tilfallandi breytingar á skráningu í Frístund, t.d. ef að barn þarf að fara fyrr heim, fer heim með vini, er ekki að fara í frístundarútu eða á tíma hjá lækni, er nauðsynlegt að tilkynna það til Frístundar tímanlega.
Ekki er hægt að treysta á að upplýsingar sem berast í tölvupósti eftir 12:00 komist til skila samdægurs, því er öruggara að hringja.
Athygli er vakin á því að til þess að skilaboð komist örugglega til skila þá er það einungis gert í gegnum síma og tölvupóst. Því er ekki nóg að nefna hluti tengda frístund í framhjáhlaupi við starfsfólk skólans.
Ekki er nauðsynlegt að tilkynna sérstaklega veikindi eða leyfi til frístundar sem hafa áður verið tilkynnt til ritara fyrr um daginn.
Langir dagar: Skoðið skóladagatalið vel. Þá daga sem engin kennsla er eða frí (t.d. haust-, jóla-, vetrar- og páskafrí og starfsdaga) er ýmist opið frá 8:00 – 16:15 eða hálfan daginn, 13:10 – 16:15. Skrá þarf sérstaklega þessa daga og er minnt á þá þegar þeir eru. Engin börn eru skráð sjálfkrafa þessa daga og er greitt aukalega fyrir þá. Þessa löngu daga þurfa öll börn að hafa með sér morgunnesti.
Merkið vel öll föt. Það er forsenda fyrir því að koma þeim til skila.
Við vekjum athygli á samþykkt skólanefndar þar sem fram kemur að miða skuli við að viðvera barns í skóla, þ.e. kennslustundir og í Frístund sé ekki lengri en 8,5 klst. á dag.
Gjaldtaka
Innheimta fer í gegnum innheimtukerfi bæjarins.
Staðfest skráning gildir út allt skólaárið. Felur hún í sér tímann sem barnið er í frístund á hverjum degi, sem foreldri greiðir fyrir samkvæmt gildandi gjaldskrá á hverjum tíma. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á skráningu er 1 mánuður.
Leiðbeiningar til að sækja um tekjutengdan afslátt á frístundagjöldum.
Ferð inn á þjónustugáttina á akureyri.is velur „umsóknir“, þar næst „Leik- og grunnskólar – umsóknir ofl“. og velur þar „Beiðni um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum“. Þar þarftu að fylla inn í viðkomandi eyðublað. Athuga skal að það þarf að skila inn nýjasta skattaframtalinu með umsókninni. Því þarftu að vera búin að sækja það fyrirfram sem viðhengi (pdf-skjal) til að geta skilað upplýsingunum, sem og fyrir maka ef það á við. Einnig þarf að fylla inn í tvo reiti úr niðurstöðum skattframtalsins í formið og þar af leiðandi er ekki þægilegt að gera þetta í gegnum farsíma.
Beinn sími í Frístund er 414-7979
Frístundafulltrúi Brekkuskóla, Sól Snorradóttir, leysir Aðalbjörgu Steinarsdóttur af.
Netfang; sol@akmennt.is
(Síðast uppfært í okt. 2025)