Frístund

Hagnýtar upplýsingar fyrir Frístund.

Börn í 1.- 4. bekk skólans eiga kost á gæslu eftir skólatíma dag hvern til kl. 16:15. Frístund er tilboð sem er hluti af skólastarfinu og fylgir heildarstefnu skólans. Frístund er staðsett á neðstu hæð skólahúsnæðisins.
Skrá þarf börn í Frístund fyrir allan veturinn með dvalarsamningi sem tilgreinir hvaða daga og tíma á að nota. Börn geta ekki byrjað í Frístund fyrr en gengið hefur verið frá dvalarsamningi.

Umsókn - tímaskráning

Foreldrar skrá börn sín í Frístund í gegnum Völu skráningarkerfi með rafrænum skilríkjum. https://matur.vala.is/umsokn

Foreldrar skuldbinda sig til að halda staðfestum vistunartíma að minnsta kosti eina önn (4 mánuði). Þó skal taka mið af aðstæðum foreldra og stöðu frístundar hvað varðar sölutíma. Óski foreldrar eftir breytingu á dvalartíma barnsins, sækja þeir um hana skriflega hjá forstöðumanni frístundar.

Foreldrar sjái um að rétt tímaskráning sé alltaf til staðar hjá forstöðumanni. 

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 1 mánuður og miðast við 1. hvers mánaðar. Uppsögn skal berast forstöðumanni Frístundar skriflega eða rafrænt í síðasta lagi fyrir 20. hvers mánaðar.

Veikindi, frí og hvers konar forföll þarf að tilkynna, annað hvort beint í frístund,(414-7979) ritara (414-7900) eða senda tölvupóst.  Ef um breyttan áður skráðan tíma er að ræða er líka hægt að senda börnin með skrifleg skilaboð t.d. að fá að fara fyrr heim,  eða heim með vini.  Leyfi til þess þurfa að koma frá foreldrum.

Langir dagar:  Skoðið skóladagatalið vel. Þá daga sem engin kennsla er eða frí (t.d. haust-, jóla-, vetrar- og  páskafrí og starfsdaga) er ýmist opið frá 8:00 – 16:15 eða hálfan daginn. Skrá þarf sérstaklega þessa daga og er minnt á þá þegar þeir eru. Engin börn eru skráð sjálfkrafa þessa daga. Þessa löngu daga þurfa öll börn að hafa með sér morgunnesti.

Gjaldtaka:  Innheimta fer í gegnum innheimtukerfi bæjarins og er samkeyrt með leikskólainnheimtunni. Systkinaafsláttur gildir á milli skólavistana, leikskóla og dagmæðra. 
Til að njóta fjölskylduafsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili. 

Staðfest skráning gildir út allt skólaárið en foreldrar geta breytt dvalartíma með mánaðarfyrirvara sem miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.

Merkið vel öll föt. Það er forsenda fyrir því að koma þeim til skila.

Við vekjum athygli á samþykkt skólanefndar þar sem fram kemur að miða skuli við að viðvera barns í skóla, þ.e. kennslustundir og í Frístund sé ekki lengri en 8,5 klst. á dag.

Beinn sími í Frístund er 414-7979
Forstöðumaður Frístundar er Aðalbjörg Steinarsdóttir
Netfang; ally@akmennt.is

(Síðast uppfært í sept. 2020)