Valgreinar

Kjörsviðs- og samvalgreinar

Ýmsar breytingar fylgja því að fara úr 7. bekk í þann 8. Ein stærsta breytingin er í því fólgin að á elsta stigi er hluti kennslustunda sett fram sem val nemenda. Þá velja nemendur á milli kjörsviðsgreina.

Hver nemandi þarf að skila 37 kennslustundum á viku.  Í kjarna eru 29 kennslustundir hjá 9. og 10. bekk en 31 kennslustund í 8. bekk. Hver kjörsviðsgrein samsvarar 2 kennslustundum á viku því þurfa nemendur í 9. og 10. bekk að velja 4 greinar en 8. bekkjar nemendur 3 greinar.
Kjörsviðsgreinar eru ekki aukagreinar heldur eru þær jafn mikilvægar og skyldugreinarnar og kröfur um ástundun og árangur eru á engan hátt minni.
Gott getur verið að huga að framtíðaráformum strax í efstu bekkjum grunnskólans og þess vegna er mikilvægt að vanda ákvarðanatöku um kjörsviðsgreinar. Það hefur ekki áhrif á rétt nemenda til framhaldsnáms hvaða kjörsviðsgreinar þeir velja sér en það getur auðveldað framhaldsnám að hafa tekið greinar í grunnskóla sem skiptir máli fyrir þá námsbraut í framhaldsskóla sem nemandi stefnir að.

Nemendur fá kynningu frá námsráðgjafa þar sem farið er yfir framboð kjörsviðsgreina og fyrirkomulagið útskýrt. 

Vakni einhverjar spurningar um ofangreint er velkomið að hafa samband.

Steinunn Harpa, náms- og starfsráðgjafi - steinunnh@akmennt.is
Einnig er hægt að beina spurningum til stjórnenda skólans.