Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk og verksvið náms – og starfsráðgjafa

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna þeim í málum er snerta nám, líðan og framtíðaráform.

Náms- og starfsráðgjöfum er ætlað að starfa í þágu nemenda, leita lausna í málum þeirra og gæta þess að nemendur búi við jafnrétti og að réttlætis sé gætt gagnvart þeim innan skólans. Náms- og starfsráðgjafar eru bundnir þagnarskyldu um þær upplýsingar sem þeim er trúað fyrir í starfi sínu. Allir nemendur geta leitað beint til náms- og starfsráðgjafa.  Foreldrum er einnig velkomið að hafa samband en rétt er að benda á að eðlilegasti farvegurinn er oft að leita fyrst til umsjónarkennara með mál sem varða einstaka nemendur. 

Náms- og starfsráðgjafar í Brekkuskóla skólaárið 2023-2024 eru:

Anna Harðardóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf í 80% stöðu mánud. – fimmtud. Hún er með skrifstofu 113 á fyrstu hæð. Netfang: annah@akmennt.is

Steinunn Harpa Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf.  Leyfi veturinn 2023-2024

Verksvið námsráðgjafa Brekkuskóla er m.a. eftirfarandi:

Ráðgjöf í námi:

 •  Ráðgjöf um vinnubrögð og námsaðferðir
 •  Sem dæmi þar um er leiðsögn og fræðsla um tímaskipulag, lestraraðferðir, prófaundirbúning og einbeitingu.
 • Persónuleg ráðgjöf og stuðningur
 • Stuðningur og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika og/eða áfalla í námi eða utan þess. Leiðsögn og ráðgjöf vegna kvíða, slakrar sjálfsmyndar o.m.fl.
 • Tilvísun og samstarf við sérfræðinga í sértækum málum.
 • Ráðgjöf, hagsmunagæsla og upplýsingamiðlun vegna sérhæfðra réttindamála 

Ráðgjöf við náms- og starfsval:

 • Áhugagreining. Könnun og greining á áhugasviði einstaklinga, fer ýmist fram með viðtölum eða með notkun mælitækja og kannana.
 • Mat og greining á námshæfni, fer aðallega fram með viðtölum við ráðþega.
 • Miðlun upplýsinga um möguleika og framboð á námi og störfum
 • Samstarf við náms- og starfsráðgjafa á öðrum skólastigum og við aðrar stofnanir.
 • Námskynningar, skipulagning námskynninga innan skólans og í framhaldsskólum.
 • Starfskynningar, skipulagning starfskynninga í samstarfi við aðila í atvinnulífinu.
 • Starfsfræðsla, umsjón með framkvæmd starfsfræðslu í samstarfi við  lífsleiknikennara í 9. og 10. bekk. 

  Auk þess: 
 • Starfstengt nám í samstarfi við Vinnuskólann og aðila á vinnumarkaði.
 • Reglulegt samráð og samstarf við starfsmenn félagsmiðstöðvar vegna ýmiskonar félagsmála hjá einstaklingum og hópum.