Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk og verksvið náms – og starfsráðgjafa
Steinunn Harpa Jónsdóttir er náms- og starfsráðgjafi í 7. - 10. bekk. Skrifstofa Steinunnar er við matsal, við hlið nemendasjoppu og þar geta nemendur vitjað hennar.  Þá geta foreldrar einnig leitað til náms- og starfsráðgjafa, en rétt er að benda á að oft er eðlilegasti farvegurinn að leita fyrst til umsjónarkennara með þau mál sem varða einstaka nemendur.

Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda á sem breiðustum vettvangi.  Námsráðgjöfum er ætlað að starfa í þágu nemenda, leita lausna í málum þeirra og gæta þess að nemendur búi við jafnrétti og að réttlætis sé gætt gagnvart þeim innan skólans.

Námsráðgjafar eru bundnir þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar sem þeim er trúað fyrir í starfi sínu, jafnt um aðstæður og hverjir skjólstæðingar þeirra eru.  Á þagnarskyldunni grundvallast traust nemenda sem leita til námsráðgjafa með vandamál af persónulegum og námslegum toga.  Þagnarskyldan er forsenda þess trúnaðar sem nauðsynlegur er í viðkvæmum málum nemenda.  Námsráðgjafi getur aðeins rætt trúnaðarmál við aðra hafi nemandi samþykkt að aflétta trúnaði eða ef námsráðgjafinn metur það svo að líf og heilsa nemandans sé í húfi.

Verksvið námsráðgjafa Brekkuskóla er m.a. eftirfarandi:

Ráðgjöf í námi:

 •  Ráðgjöf um vinnubrögð og námsaðferðir
 •  Sem dæmi þar um er leiðsögn og fræðsla um tímaskipulag, lestraraðferðir, prófaundirbúning og einbeitingu.
 • Persónuleg ráðgjöf og stuðningur
 • Stuðningur og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika og/eða áfalla í námi eða utan þess. Leiðsögn og ráðgjöf vegna kvíða, slakrar sjálfsmyndar o.m.fl.
 • Tilvísun og samstarf við sérfræðinga í sértækum málum.
 • Ráðgjöf, hagsmunagæsla og upplýsingamiðlun vegna sérhæfðra réttindamála 

Ráðgjöf við náms- og starfsval:

 • Áhugagreining. Könnun og greining á áhugasviði einstaklinga, fer ýmist fram með viðtölum eða með notkun mælitækja og kannana.
 • Mat og greining á námshæfni, fer aðallega fram með viðtölum við ráðþega.
 • Miðlun upplýsinga um möguleika og framboð á námi og störfum
 • Samstarf við náms- og starfsráðgjafa á öðrum skólastigum og við aðrar stofnanir.
 • Námskynningar, skipulagning námskynninga innan skólans og í framhaldsskólum.
 • Starfskynningar, skipulagning starfskynninga í samstarfi við aðila í atvinnulífinu.
 • Starfsfræðsla, umsjón með framkvæmd starfsfræðslu í samstarfi við  lífsleiknikennara í 9. og 10. bekk

Umsjón með ýmsum verkefnum fyrir hönd Brekkuskóla, þar á meðal:

 • Umsjón með valgreinum í 8.-10. bekk.
 • Forvarnarmál í samvinnu við umsjónarmmann forvarnarmála skólans hjá Félagsmiðstöðinni Troju, aðra námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðinga.
 • Mentorverkefnið Vinátta sem boðið er uppá í 4 bekk í samstarfi við framhaldsskólana.
 • Dúddaverkefnið sem boðið hefur verið uppá í 8.-10. bekk í samstarfi við félagsmiðstöðina og framhaldsskólana.
 • Starfstengt nám í samstarfi við Vinnuskólann og aðila á vinnumarkaði.
 • Reglulegt samráð og samstarf við starfsmenn félagsmiðstöðvar vegna ýmiskonar félagsmála hjá einstaklingum og hópum.