Stundaskrá og kennarar

Rammi um skólastarfið birtist í stundaskrá í námsumsjónarkerfinu Mentor.
Allt skólastarf í Brekkuskóla hefst kl. 08:00 að morgni. Boðið er upp á hafragraut að morgni áður en kennsla hefst.

1. - 3. árgangur

1.bekkur Sigrún Héðinsdóttir, Jónsína Lilja Jónsdóttir (Ína), Ragnheiður Ólafsdóttir

2.bekkur Garðar Þorsteinsson, Sigurlína Jónsdóttir, Ólöf María Jóhannesdóttir

3.bekkur Gerður Geirsdóttir, Hjördís Óladóttir, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir
Nemendur og kennarar eiga heimastofur þar sem öll bókleg kennsla fer fram. Kennslulotur eru klukkustundarlotur. Klukkan 10 er 40 mínútna frímínútur. Matur er kl. 11:40 og fara nemendur út að afloknum matartíma. Ein kennslulota er eftir matartíma. Nemendur í 1.-3. árgangi eru 30 kennslustundir (40 mín.) í viku hverri og lýkur skóladegi kl. 13:10 alla daga. Að afloknum skóladegi fara nemendur heim eða í Frístund, þau sem þar eru skráð.

 

4. - 6. árgangur

4.bekkur Rósa Hrefna Gísladóttir, Þorgerður Guðmundsdóttir, Erla Rán Kjartansdóttir

5.bekkur Arna Heiðmar Guðmundsdóttir, Jónína Margrét Guðbjartsdóttir

6.bekkur Dagrún Matthíasdóttir, Hjördís Stefánsdóttir, Tinna Unnarsdóttir
Nemendur og kennarar eiga heimastofur þar sem öll bókleg kennsla fer fram.  Kennslulotur eru 40 - 80 mínútur. Klukkan 09:20 og kl. 11:00 fara nemendur í 20 mínútna frímínútur. Matur er að öllu jöfnu kl. 12:20 en getur verið aðeins breytilegt eftir dögum vegna list- og verkgreinatíma. Eftir mat fara nemendur í frímínútur. Nemendur í þessum árgöngum eru í skólanum einhverja daga eftir mat. Nemendum í 4. árgangi eigakost á dvöl í Frístund eftir hádegi ef þau eru skráð þar. Nemendur í 4. árgangi eru 30 kennslustundir (40 mín.) í viku hverri og nemendur í 5. og 6. árgangi eru 35 kennslustundir í viku hverri.

7. - 8. árgangur

7.bekkur Berglind Gylfadóttir, Elín Auður Ólafsdóttir, Friðrik Ragnar Friðriksson

8.bekkur Erna Jónsdóttir, Hafdís Kristjánsdóttir, Sveinn Þór Steingrímsson
Kennslustundir eru 40 - 80 mínútur. Kennarar í þessum árgöngum kenna öllum námshópum eitthvað. Kennarar fara á milli heimastofa nemenda. Samkennsla tveggja kennarara eða fleiri fer fram eftir viðfangsefni hverju sinni. Matur er kl. 11:10. Eftir mat fara nemendur í 7. árgangi út í frímínútum en nemendur í 8. árgangi hafa val um það hvort þau eru inni eða fara út. Aðstaða til inniveru er í setustofu nemenda við matsal. Nemendur í 7. árgangi eru 35 kennslustundir (40 mín.) í viku hverri og 8. árgangur er 37 kennslustundir í viku hverri. Þar af eru 8 kennslustundur valnámsgreinar. Allar valnámsgreinar eru kenndar eftir að kennslu í kjarnafögum lýkur.

9. - 10. árgangur

9.bekkur Margrét Helgadóttir, Sigríður Guðrún Pálmadóttir, Sævar Árnason

10. bekkur Hanna Dóra Markúsdóttir, Svanhildur Sæmundsdóttir

Faggreinakennsla er á þessu aldursstigi. Kennarar eiga hver sína heimastofu og fara nemendur á milli stofa eftir stundaskrá. Kennslulotur eru 40 - 80 mínútur. Klukkan 09:20 og kl. 11:00 fara nemendur í 20 mínútna frímínútur. Matur er kl. 12:00.
Nemendur í 9. -10. árgangi eru 37 kennslustundir (40 mín.) í viku hverri og þar af eru 8 kennslustundur valnámsgreinar. Allar valnámsgreinar eru kenndar eftir að kennslu í kjarnafögum lýkur.