Stundaskrá

Rammi um skólastarfið birtist í stundaskrá í námsumsjónarkerfinu Mentor.
Allt skólastarf í Brekkuskóla hefst kl. 08:00 að morgni. Boðið er upp á hafragraut að morgni áður en kennsla hefst.

1. - 3. árgangur
Nemendur og kennarar eiga heimastofur þar sem öll bókleg kennsla fer fram. Kennslulotur eru klukkustundarlotur. Klukkan 10 er 40 mínútna frímínútur. Matur er kl. 11:40 og fara nemendur út að afloknum matartíma. Ein kennslulota er eftir matartíma. Nemendur í 1.-3. árgangi eru 30 kennslustundir (40 mín.) í viku hverri og lýkur skóladegi kl. 13:10 alla daga. Að afloknum skóladegi fara nemendur heim eða í Frístund, þau sem þar eru skráð.

4. - 6.árgangur 
Nemendur og kennarar eiga heimastofur þar sem öll bókleg kennsla fer fram.  Kennslulotur eru 40 - 80 mínútur. Klukkan 09:20 og kl. 11:00 fara nemendur í 20 mínútna frímínútur. Matur er að öllu jöfnu kl. 12:20 en getur verið aðeins breytilegt eftir dögum vegna list- og verkgreinatíma. Eftir mat fara nemendur í frímínútur. Nemendur í þessum árgöngum eru í skólanum einhverja daga eftir mat. Nemendum í 4. árgangi eigakost á dvöl í Frístund eftir hádegi ef þau eru skráð þar. Nemendur í 4. árgangi eru 30 kennslustundir (40 mín.) í viku hverri og nemendur í 5. og 6. árgangi eru 35 kennslustundir í viku hverri.

7. - 8. árgangur
Kennslustundir eru 40 - 80 mínútur. Kennarar í þessum árgöngum kenna öllum námshópum eitthvað. Kennarar fara á milli heimastofa nemenda. Samkennsla tveggja kennarara eða fleiri fer fram eftir viðfangsefni hverju sinni. Matur er kl. 11:10. Eftir mat fara nemendur í 7. árgangi út í frímínútum en nemendur í 8. árgangi hafa val um það hvort þau eru inni eða fara út. Aðstaða til inniveru er í setustofu nemenda við matsal. Nemendur í 7. árgangi eru 35 kennslustundir (40 mín.) í viku hverri og 8. árgangur er 37 kennslustundir í viku hverri. Þar af eru 8 kennslustundur valnámsgreinar. Allar valnámsgreinar eru kenndar eftir að kennslu í kjarnafögum lýkur.

9. - 10. árgangur
Faggreinakennsla er á þessu aldursstigi. Kennarar eiga hver sína heimastofu og fara nemendur á milli stofa eftir stundaskrá. Kennslulotur eru 40 - 80 mínútur. Klukkan 09:20 og kl. 11:00 fara nemendur í 20 mínútna frímínútur. Matur er kl. 12:00.

Nemendur í 9. -10. árgangi eru 37 kennslustundir (40 mín.) í viku hverri og þar af eru 8 kennslustundur valnámsgreinar. Allar valnámsgreinar eru kenndar eftir að kennslu í kjarnafögum lýkur.