Skólateymi

Fjölskyldudeild sinnir sérfræðiþjónustu við grunn- og leikskóla að því er varðar málefni einstakra nemenda. Skólarnir vísa málum nemenda til deildarinnar með samþykki foreldra á sérstökum tilvísunarblöðum. Einnig geta foreldrar leitað beint eftir aðstoð vegna barna sinna.

Sem dæmi um vanda barns sem leitað er aðstoðar fyrir má nefna sértæka námserfiðleika, þroskafrávik, hegðunarvanda, einelti og tilfinningalega erfiðleika. Starfsmenn meta vanda barns með prófunum, viðtölum og skoðun á stöðu barnsins og gera tillögur um úrbætur í samvinnu við fjölskyldu og skóla. Samvinna er við staði sem bjóða ýmis sérúrræði, svo sem sérdeild Giljaskóla, sérdeild Síðuskóla og Hlíðarskóla. Einnig er haft samstarf við Rannsóknar- og þróunarsvið Háskólans á Akureyri. Nauðsynlegt getur verið að leita eftir þjónustu víðar t.d. á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, eða hjá öðrum aðilum og vísa þá starfsmenn deildarinnar á viðeigandi stofnun í samvinnu við foreldra.

Starfsmenn skólateymis; Elín Sigurbjörg Jónsdóttir sérkennsluráðgjafi grunnskóla, Elva Haraldsdóttir sérkennlsuráðgjafi leikskóla, Karen Júlía Sigurðardóttir sálfræðingur,  Líney Helgadóttir, sérkennsluráðgjafi grunnskóla (verkefnastjóri skólateymis).Guðný Dóra Einarsdóttir, sálfræðingur leikskóla gudnydora@akureyri.is Helga Vilhjálmsdóttir, forstöðumaður sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla helgav@akureyri.is Sólveig Rósa Davíðsdóttir, sálfræðingur grunnskóla solveigr@akureyri.is