Bekkjarsamkomur

Bekkjarsamkomur– hugmyndir
Bekkjarsamkomur eru hugsaðar sem vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra til að kynnast öðrum foreldrum og nemendum í bekknum betur. Bekkjarfulltrúar eru fulltrúar foreldranna í bekknum, eins konar verkstjórar sem halda utan um dagskrá vetrarins. Foreldrar mæta með börnum sínum á skipulagðar bekkjarsamkomur. Bekkjarsamkomur eru venjulega í einn og hálfan til tvo tíma. Ef foreldrar sjá sér ekki fært að koma vegna anna eru þeir hvattir til að biðja aðra foreldra að leyfa barninu að koma með þeim. Misjafnt er hve oft bekkjarsamkomur eru haldnar en gott er að miða við tvo viðburði á önn, hið minnst þrjá viðburði yfir skólaárið. Endilega að bjóða umsjónarkennurum að mæta og vera með.

Hugmyndalisti til útprentunar hér.

  • Spilastund
  • Tískusýning - yngri börn í fötum af foreldrum sínum
  • Ratleikur
  • Hjólatúr
  • Sleði í jólasveinabrekkunni
  • Útivistarsvæðið Hömrum
  • Frolf
  • Golf
  • Sund
  • Útileikir - vor og haust
  • Fjallið - gönguskíði og snjóþotur
  • Skautar
  • Keila
  • Kvöldsamvera að vetri til með vasaljós - hengja upp ræmur og lið finna sinn lit - kakó á eftir
  • Hjólatúr
  • Jól í skókassa - vinna saman að góðgerðarmálum
  • Bingó
  • Grill í kjarna - leikir og vaða - mæta með handklæði
  • Hlaupa upp kirkjutröppurnar og skoða kirkjuna
  • Leikhúsið - fá að skoða bakvið
  • Vasaljósaganga (leita að endurskinsmerkjum í myrkri með vasaljósi)
  • Björgunarsveitin Súlur (heimsókn)
  • Foreldrar geta komið óvænt með heitt kakó og kökur í skólann
  • Jólaföndur
  • Fótboltamót
  • Gangar upp á Fálkafell, jafnvel Súlur
  • Gera eitthvað með eldri eða yngri árgangi
  • Fjöruferð
  • Ganga um hverfið og týna upp rusl - gera þau meðvituð um eigið umhverfi. Eitthvað góðgæti á eftir.
  • Fara í heimsókn á elliheimili og t.d. syngja fyrir þau. Hægt að fara öll saman eða skipta í minni hópa og fara reglulega. Hægt að spila og fl. Mikilvægt að vera í sambandi við elliheimilin um samstarf.
  • Spila bandí eða blak í íþróttasal
  • Strandblak í Kjarnaskógi
  • Zúmba – fá Zúmbakennara til liðs við ykkur
  • Danskennsla
  • Crossfitæfing – foreldrar og unglingar reyna á mörkin saman
  • Ljósmyndamaraþon
  • Tónlistarkeppni
  • Spurningakeppni