Forvarnarstarf á að vera hluti af daglegu starfi hvers grunnskóla. Brekkuskóli vill stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna. Innan skólans er því lögð áhersla á eftirfarandi;
- Að fá nemendur til að taka ábyrga afstöðu og ákvarðanir varðandi lífsstíl.
- Að fyrirbyggja neyslu skaðlegra vímuefna.
- Að stuðla að heilbrigðu viðhorfi til eigin lífs.
- Að stuðla að fræðslu um leiðir til heilbrigðs lífs.
- Að efla sjálfstraust og sjálfsmynd nemenda.
- Að hafa til taks upplýsingar um forvarnir.
- Að hafa gott samstarf við aðila utan og innan skólans.
Ýmiskonar forvarnarstarf á sér stað í skólanum jafnt og þétt:
- Lífsleiknikennsla og bekkjarfundir eru í öllum árgöngum með það að markmiði að efla samskiptahæfni og sjálfstraust nemenda.
- Vandlega er fylgst með ástundun nemenda og foreldrar látnir vita ef ástundun verður ábótavant.
- Allt starf sem fram fer undir merkjum skólans skal vera vímuefnalaust. Verði nemendur uppvísir að neyslu fíkniefna eru foreldrar látnir vita tafarlaust.
Anna Harðardóttir náms- og starfsráðgjafi hefur yfirumsjón með forvarnarfræðslu fyrir hönd skólans í samráði við forvarna- og félagsmálaráðgjafa í Rósenborg.
Meðal viðfangsefna er:
- Áfengi og vímuefni
- Kynferðisofbeldi og kynhegðun, leiðbeinandi
- Geðheilbrigði, leiðbeinandi
- Tölvu og farsímanotkun
Nánari upplýsingar gefur: Hallgrímur Ingi Vignisson, Forvarna- og félagsmálarágjafi Brekkuskóla Rósenborg, 600 Akureyri, S. 460 1240 / 698 4602, hallgrimur.ingi@akureyri.is
Hér er hægt að skoða forvarnarstefnu Akureyrarbæjar