Forvarnir

Forvarnarstarf á að vera hluti af daglegu starfi hvers grunnskóla. Brekkuskóli vill stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna. Innan skólans er því lögð áhersla á eftirfarandi;

 • Að fá nemendur til að taka ábyrga afstöðu og ákvarðanir varðandi lífsstíl.
 • Að fyrirbyggja neyslu skaðlegra vímuefna.
 • Að stuðla að heilbrigðu viðhorfi til eigin lífs.
 • Að stuðla að fræðslu um leiðir til heilbrigðs lífs.
 • Að efla sjálfstraust og sjálfsmynd nemenda.
 • Að hafa til taks upplýsingar um forvarnir.
 • Að hafa gott samstarf við aðila utan og innan skólans.

Ýmiskonar forvarnarstarf á sér stað í skólanum jafnt og þétt:

 • Lífsleiknikennsla og bekkjarfundir eru í öllum árgöngum með það að markmiði að efla samskiptahæfni og sjálfstraust nemenda.
 • Vandlega er fylgst með ástundun nemenda og foreldrar látnir vita ef ástundun verður ábótavant.
 • Allt starf sem fram fer undir merkjum skólans skal vera vímuefnalaust. Verði nemendur uppvísir að neyslu fíkniefna eru foreldrar látnir vita tafarlaust.

Aðalheiður Bragadóttir hefur umsjón með forvarnarfræðslu fyrir hönd skólans í samráði við forvarna- og félagsmálaráðgjafa í Rósenborg.

Meðal viðfangsefna er:

 • Áfengi og vímuefni
 • Kynferðisofbeldi og kynhegðun, leiðbeinandi
 • Geðheilbrigði, leiðbeinandi
 • Tölvu og farsímanotkun

Nánari upplýsingar gefur: Steinunn Alda Gunnarsdóttir netfang: steinunn.alda.gunnarsdottir@akureyri.is  (fram að áramótum 23-24) 

Hallgrímur Ingi Vignisson, Forvarna- og félagsmálarágjafi Brekkuskóla Rósenborg, 600 Akureyri, S. 460 1240 / 698 4602,  hallgrimur.ingi@akureyri.is 

Hér er hægt að skoða forvarnarstefnu Akureyrarbæjar