Skólaráð

Samkvæmt grunnskólalögum frá árinu 2008 er kveðið á um að við hvern grunnskóla skuli starfa skólaráð. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð skal þannig skipað: Tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks, tveir fulltrúar nemenda og tveir fulltrúar foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess.

Skólaráð:
• fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið
• fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar
• tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið
• fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda
• fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum
• fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti svo og öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað
• tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar

Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

Starfsáætlun skólaráðs:
1. fundur 4. október Fundarefni: Starfsáætlun lögð fram og staðan í skólanum skoðuð
2. fundur 15. nóvember Fundarefni: Innra mats áætlun yfirfarin
3. fundur 17. janúar 2019 Fundarefni: Kynning á símenntunaráætlun
4. fundur 21. febrúar Fundarefni. Skóladagatal 2019-2020 lagt fyrir
5. fundur 28. mars Fundarefni: Fundað með nemendaráði og farið yfir hvernig hefur gengið í vetur
6. fundur 23. maí Fundarefni: Yfirferð og betrumbætur fyrir næsta skólaár. Drög að starfsáætlun fyrir 2019- 2020 kynnt.

Skólaráð Brekkuskóla  skólaárið 2018 -2019 er þannig skipað:
Skólastjóri: Jóhanna María Agnarsdóttir 
Fulltrúi nemenda: Uni Steinn Sigurðarson Blöndal
Fulltrúi nemenda: Birgir Orri Ásgrímsson 
Fulltrúi foreldra: Sigþóra Baldursdóttir
Fulltrúi foreldra: Jóhann Gunnarsson
Fulltrúi kennara: Jóhannes Gunnar Bjarnason
Fulltrúi kennara: Margrét Ingimundardóttir
Fulltrúi annars starfsfólks: Jón Eymundur Berg
Fulltrúi grenndarsamfélagsins: Helgi Svavarsson

Deildarstjórar sitja stundum fundi skólaráðs

Fundargerðir skólaráðs