Skólaráð

Við alla grunnskóla skal samkvæmt reglugerð starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Í skólaráði sitja skólastjóri, tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald. Skólaráð er á ábyrgð skólastjóra.

Skólaráð:
● fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið
● fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar
● tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið
● fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda
● fjallar um skólareglur og umgengishætti í skólanum
● fjallar um erindi frá fræðsluráði sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti svo og öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað
● tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum fræðsluráðs að fengnu samþykki bæjarstjórnar
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

Skólaráð Brekkuskóla skólaárið 2023 - 2024 er þannig skipað:
Jóhanna María Agnarsdóttir (skólastjóri), Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir (fulltrúi foreldra), Formaður foreldrafélags (fulltrúi foreldra), Erla Rán Kjartansdóttir og Sævar Árnason (fulltrúar kennara), Jóhann 12 Gunnarsson (fulltrúi grenndarsamfélagsins), Steingerður Zophoníasdóttir (fulltrúi annars starfsfólks), Deildarstjórar sitja fundi skólaráðs.

Starfsáætlun skólaráðs:
1. fundur 19. október kl. 15:00 Fundarefni: Skólabyrjun, starfsáætlun lögð fram til kynningar, önnur mál
2. fundur 14. nóvember kl. 15:00 Fundarefni: Starfsáætlun afgreidd, öryggisáætlun kynnt, farið yfir stöðu á innra mati skólans, önnur mál
3. fundur 12.desember Fundarefni: Kynning á símenntunaráætlun fyrir árið 2024, önnur mál
4. fundur 6. febrúar 2024 Fundarefni. Drög að skóladagatali 2024-2025 lagt fyrir, önnur mál
5. fundur 19. mars Fundarefni: Afgreiðsla á skóladagatali, önnur mál
6. fundur 16. apríl Fundarefni: Staðan í skólanum, önnur mál
7. fundur 14. maí Fundarefni: Fundað með nemendaráði og farið yfir hvernig hefur gengið í vetur. Drög að starfsáætlun fyrir 2024-2025 kynnt. 

Fundargerðir skólaráðs